17.03.1971
Efri deild: 66. fundur, 91. löggjafarþing.
Sjá dálk 807 í B-deild Alþingistíðinda. (717)

38. mál, alþjóðasamningur um stjórnmálasamband

Frsm. (Jón Þorsteinsson):

Herra forseti. Frv. það til l. um aðild Íslands að alþjóðasamningi um stjórnmálasamband, sem hér er til umr., var flutt af ríkisstj. í Nd. Þar var þetta frv. samþ. shlj. Í Ed. var frv. að lokinni 1. umr. vísað til allshn, í þessu frv., ef samþykkt verður, felst heimild til handa ríkisstj. að gerast aðili fyrir hönd Íslands að alþjóðasamningi um stjórnmálasamband, sem gerður var í Vínarborg 18. apríl 1961, og er samningurinn prentaður sem fskj. með frv., svo og einnig heimild fyrir ríkisstj. til að gerast aðili að viðbótarbókunum með samningnum. Þessi samningur hefur að geyma skrásetningu á reglum þjóðarréttarins varðandi friðhelgi og önnur réttindi sendiráða, sem ríki og þjóðir hafa lengi fylgt samkv. venjurétti. Meginþorri þjóða heims eða ríkja heims er þegar aðili að þessum samningi, þar á meðal Norðurlandaþjóðir. Sú varð niðurstaða allshn. að mæla einróma með því, að þetta frv. verði samþ.