23.03.1971
Efri deild: 72. fundur, 91. löggjafarþing.
Sjá dálk 850 í B-deild Alþingistíðinda. (821)

14. mál, aflatryggingasjóður sjávarútvegsins

Sjútvrh. (Eggert G. Þorsteinsson):

Herra forseti. Frv. þetta er á ný komið í hv. d. eftir afgreiðslu þess í Nd. og hefur tekið nokkrum breytingum, flestum minni háttar. En meginbreytingin, sem gerð var í d., var að bæta við skipum, er ekki hafa lögskráningarskyldu, og sömuleiðis opnum vélbátum, en þessi skip hafa hingað til ekki fengið neinar greiðslur úr sjóðnum. Ég tel, að þrátt fyrir þessar breytingar, sem að ýmsu leyti séu til bóta, sé ekki vert að tefja framgang málsins frekar en orðið er, heldur beri að samþykkja það eins og það er nú og má segja, að í þessu efni sé það aðalatriðið, að það er bætt fleiri bátum inn í en áður var. Annars er rétt að taka það fram, að stjórn sjóðsins er í dálitlum vanda með að setja reglur um, hvernig að þessu skuli staðið, en vonandi fæst niðurstaða um það, að hægt verði að uppfylla ákvæði frv.

Mín till. er sem sagt sú, að það verði samþ. eins og það kom frá Nd.