26.11.1970
Efri deild: 22. fundur, 91. löggjafarþing.
Sjá dálk 851 í B-deild Alþingistíðinda. (827)

121. mál, afstaða foreldra óskilgetinna barna

Frsm. (Jón Árm. Héðinsson):

Herra forseti. Á þskj. 187 kemur fram, að heilbr.- og félmn. hefur athugað frv. um afstöðu foreldra til óskilgetinna barna og leggur til, að frv. verði samþ. shlj. til 3. umr. Þetta er fylgifiskur við hin tvö frv., sem við vorum hér áðan að vísa til 3. umr. og þarf ekki að hafa fleiri orð um þetta frv., því að það er eðlileg afleiðing af samþykkt hinna.

Að svo mæltu legg ég til, að því verði vísað til 3. umr.