03.02.1971
Efri deild: 44. fundur, 91. löggjafarþing.
Sjá dálk 870 í B-deild Alþingistíðinda. (871)

173. mál, lyfsölulög

Frsm. (Jón Árm. Héðinsson):

Herra forseti. Á þremur þskj. hér í Ed., þskj. 240, 292 og 312, eru þrjú frv., sem þó eru skyld og fjalla um nokkrar breytingar á lyfsölulögunum tvö þeirra, en eitt um Háskóla Íslands, sem þó er varðandi framkvæmd eftirlits í lyfjabúðum. Eins og kom fram í framsögu hæstv. ráðh., eru þessi mál tengd hvert öðru, og heilbr.- og félmn. tók þessi mál sameiginlega fyrir á fundi sínum 2. febr. og sá ekki ástæðu til að senda þau í umsögn. Þau eru stutt og skýr, en á nál. 326 kemur fram, að n. mælir með samþykkt frv. á þskj. 240 óbreytts og að svo mæltu vísa ég því til 3. umr.