13.11.1970
Neðri deild: 18. fundur, 91. löggjafarþing.
Sjá dálk 203 í B-deild Alþingistíðinda. (90)

101. mál, atvinnuöryggi

Pétur Sigurðsson:

Herra forseti. Ég geri mér grein fyrir því, að ef þessi brtt. yrði samþ., þá mundi það sjálfsagt greiða fyrir í væntanlegum sjómannasamningum, hafandi það í huga, að betra væri að eiga þá við útgerðarmenn í væntanlegum samningum sjómannasamtakanna, en hafandi það í huga, að það er þegar greiddur launaskattur af öllum launum og hlut hér í landinu, þá sé ég ekki, hvernig framkvæmanlegt ætti að vera að fara að samþykkja og lögfesta nýjan launaskatt, sem væri reiknaður út eftir öðrum reglum, og segi því nei.