22.03.1971
Neðri deild: 66. fundur, 91. löggjafarþing.
Sjá dálk 912 í B-deild Alþingistíðinda. (945)

238. mál, ráðstafanir í sjávarútvegi vegna breytingar gengis íslenskrar krónu

Sjútvrh. (Eggert G. Þorsteinsson):

Herra forseti. Frv. þetta er lítið að vöxtum og þarf ekki langrar skýringar við. Það hefur verið afgreitt frá hv. Ed. með shlj. atkv. þar. En í frv. er um það að ræða, sem samkomulag varð um á milli deiluaðila í togaradeilunni, að fara fram á að lækka þau 22%, sem tekin hafa verið af óskiptu, þegar landað er erlendis, ofan í 16%. Ég legg til, herra forseti, að frv. verði að þessari umr. lokinni vísað til 2. umr. og sjútvn.