25.04.1972
Sameinað þing: 61. fundur, 92. löggjafarþing.
Sjá dálk 1344 í B-deild Alþingistíðinda. (1011)

6. mál, fjáraukalög 1969

Frsm. (Ingvar Gíslason):

Herra forseti. Ég biðst nú afsökunar á því, að þetta mál hefur dregizt, að dregizt hefur, að talað væri fyrir því, en það er orðið býsna langt síðan fjvn. gekk frá þessu máli og skilaði, líklega fyrir jól, samhljóða áliti um samþykkt á þessu frv. Ég vissi nú ekki annað, því miður, heldur en þegar hefði verið talað fyrir þessu máli, það hefði verið gert þegar ég var fjarverandi frá þinginu alllengi í jan. og febr., en svo virðist ekki vera. Ég vil geta þess, sem sagt, að fjvn. var sammála um að leggja til, að frv. yrði samþ. óbreytt.