02.02.1972
Neðri deild: 37. fundur, 92. löggjafarþing.
Sjá dálk 1370 í B-deild Alþingistíðinda. (1037)

11. mál, stöðugt verðlag

Forsrh. (Ólafur Jóhannesson):

Herra forseti. Þetta frv., sem hér liggur fyrir, er til staðfestingar á brbl., sem gefin voru út í Reykjavík 21. júlí s.l. ár. Þau brbl. fjölluðu um framlengingu á svokölluðum verðstöðvunarlögum. sem áttu að falla úr gildi, eins og menn vita, 1. sept. s.l., en með brbl. voru ákvæði verðstöðvunarlaganna framlengd til áramóta, þó með þeirri breytingu, sem öllum er kunnug að því er varðar vísitölustig þau, sem fjallað var um í lögunum, og felld voru niður með verðstöðvunarlögunum, en voru með þessum brbl. tekin upp, þannig að það var ákveðið, að vísitölustig, sem ekki höfðu verið reiknuð í kaupgreiðsluvísitölu fyrr en 1. sept., skyldu þegar tekin inn í hana, og enn fremur gerð önnur breyting á. Þannig er reiknað inn í það, sem niður hefur verið fellt.

Þetta frv. hefur nú gengið í gegnum Ed. og verið samþ. þar óhreytt. Ég vona, að það hljóti einnig skjóta meðferð hér og góða, þar sem út af fyrir sig hafa ekki verið neinar deilur um það, að rétt hafi verið, eins og á stóð, að framlengja gildi verðstöðvunarlaganna, að því leyti sem gert var, til áramóta. Auk þess er þetta auðvitað, úr því sem komið er, ekki nema formsatriði og veit aðeins að liðinni tíð, því að lögin féllu úr gildi um áramót, en þetta er aðeins til þess að fullnægja ákvæðum stjórnarskrár um brbl., að þau eru látin hér afram ganga.

Ég leyfi mér, herra forseti, að leggja til, að frv. verði vísað til 2. umr. og hv. fjhn.