24.04.1972
Neðri deild: 65. fundur, 92. löggjafarþing.
Sjá dálk 1421 í B-deild Alþingistíðinda. (1175)

118. mál, aðstoð ríkisins við kaupstaði og kauptún vegna landakaupa

Frsm. (Jón Skaftason):

Herra forseti. Heilbr.- og félmn. þessarar hv. d. hefur athugað frv. til I. um breyt. á l. nr. 41 27. apríl 1963, um aðstoð ríkisins við kaupstaði og kauptún vegna landakaupa. Mælir n. shlj. með samþykkt frv., með þeirri breytingu einni, að heimildin til fjmrn. til þess að fella niður þinglesturs- og stimpilgjöld af afsalsbréfum og lánsskjölum fyrir löndum og lóðum, er sveitarfélög kaupa, sé ekki bundin því skilyrði, að viðkomandi sveitarfélög, sem sækja um þessa niðurfellingu þinglesturs- og stimpilgjalda, hafi notið aðstoðar ríkissjóðs við landakaupin. Breytingin er sett fram á þskj. 585. Einn nm., Bjarni Guðnason, hv. 3. landsk. þm., skrifar undir nál. með fyrirvara.