12.05.1972
Efri deild: 79. fundur, 92. löggjafarþing.
Sjá dálk 1430 í B-deild Alþingistíðinda. (1217)

261. mál, veðtrygging iðnrekstrarlána

Frsm. (Bjarni Guðbjörnsson):

Herra forseti. Fjhn. Ed. hefur athugað frv. það, sem hér liggur fyrir. Þetta frv. var samþ. shlj. í Nd. Efni frv. er nánast það, að veita iðnaðinum hliðstæða fyrirgreiðslu við aðra meginatvinnuvegi þjóðarinnar, en til þessa hefur skort lagaheimild til þess, að svo væri. Ég hygg, að frv. þetta bæti mjög úr fyrir hinum ört vaxandi atvinnuvegi og verði mikilvæg aðstoð í framtíðinni. Frv. þetta er samið í samráði við Seðlabankann, og landssamtök íslenzkra iðnaðarmanna hafa fagnað framkomu þess og hafa talið, að með samþykkt þess öðlaðist iðnaðurinn jafnréttisaðstöðu við landbúnað og sjávarútveg. Fjhn. d. leggur sem sagt einróma til, að frv. þetta verði samþ. óbreytt.