25.11.1971
Neðri deild: 18. fundur, 92. löggjafarþing.
Sjá dálk 75 í B-deild Alþingistíðinda. (131)

2. mál, ríkisútgáfa námsbóka

Frsm. (Þórarinn Þórarinsson):

Herra forseti. Þetta frv. er staðfesting á brbl., sem voru gefin út 30. júlí s.l., um að fella niður svo kallað námsbókagjald. Tildrög þeirra brbl. voru þau, að í stjórnarsáttmálanum var því heitið, að felldir skyldu niður ýmsir svo kallaðir nefskattar, og var þetta gjald eitt af þeim. Námsbókagjaldið var áætlað á þessu ári rúmar 1000 kr. á barn, sem foreldrar urðu að greiða af öllum börnum eldri en 6 ára. Hér er þess vegna um fjárhæð að ræða, sem skiptir verulegu máli fyrir stærri fjölskyldur.

Fjhn. Nd. hefur athugað frv. og mælir með því, að það verði samþykkt.