03.12.1971
Efri deild: 22. fundur, 92. löggjafarþing.
Sjá dálk 75 í B-deild Alþingistíðinda. (137)

2. mál, ríkisútgáfa námsbóka

Menntmrh. (Magnús T. Ólafsson):

Herra forseti. Á þskj. 2 liggur fyrir hv. d. stjfrv., breyt. á l. nr. 51 1956, um ríkisútgáfu námsbóka. Þetta er frv. til staðfestingar á brbl., sem gefin voru út 30. júlí í sumar. Efnislega fjalla þessi brbl. um það, að námsbókagjald, sem leggjast átti á gjaldendur eftir reglum, sem um það hljóða, á árinu 1971, skuli koma til greiðslu úr ríkissjóði með samsvarandi fjárhæð og ríkisútgáfa námsbóka hefði átt að fá frá þeim gjaldendum, sem námsbókagjald hvíldi á lögum samkv. Hér er um að ræða framkvæmd á því stefnuatriði núv. ríkisstj. að draga eftir föngum úr nefsköttum, sem leggjast á gjaldþegna án tillits til tekna og afkomu. Það varð að ráði í sumar, þegar í meðförum var, hversu efna skyldi fyrirheit ríkisstj. um að bæta launþegum vísitölustig, sem geymd höfðu verið samkv. fyrrí lögum, að það skyldi m.a. gert með þessari niðurfellingu námsbókagjaldsins á árinu 1971. Hér er um að ræða tekjumissi fyrir ríkissjóð á árinu, sem samkv. áætluðum tekjum nemur 19.3 millj. Um frekari tilhögun á fjárreiðum ríkisútgáfu námsbóka verður síðan fjallað, og mun n. á vegum menntmrn. og fjmrn. fjalla um það mál, og verða niðurstöður af störfum hennar á sínum tíma lagðar fyrir hv. Alþ.

Frv. þetta er nú komið frá Nd., og vil ég leyfa mér að leggja til við hæstv. forseta, að d. vísi því til 2. umr. og hv. fjhn.