10.12.1971
Efri deild: 27. fundur, 92. löggjafarþing.
Sjá dálk 76 í B-deild Alþingistíðinda. (139)

2. mál, ríkisútgáfa námsbóka

Frsm. (Bjarni Guðbjörnsson):

Herra forseti. Frv, það sem hér er til meðferðar og lagt var fram í hv. Nd., er staðfesting á brbl., sem út voru gefin 30. júlí s.l. og efni þess var að fella niður hið svokallaða námsbókagjald. Ástæðan fyrir útgáfu þessara brbl. kemur fram í grg. fyrir frv., en það voru fyrirheit í stefnuyfirlýsingu hæstv. ríkisstj. að fækka nefsköttum, og var námsbókagjaldið einn af þeim sköttum. Námsbókagjaldið var áætlað á árinu 1971 um 1000 kr. á hvert barn á skyldunáms- og unglingastiginu, eða samtals 19.3 millj. í heild. Það er sú upphæð, sem ríkissjóður tekur á sig að greiða ríkisútgáfu námsbóka, en þangað hafa tekjur af þessu gjaldi áður runnið.

Frv. þetta var afgr. samhljóða í gegnum allar umr. í hv. Nd. Fjhn. þessarar hv. d. hefur rætt þetta mál og orðið sammála um að leggja til, að frv. verði samþ. óbreytt.