15.05.1972
Neðri deild: 79. fundur, 92. löggjafarþing.
Sjá dálk 1787 í B-deild Alþingistíðinda. (1778)

276. mál, staðfesting Bernarsáttmálans til verndar bókmenntum og listaverkum

Frsm. (Benedikt Gröndal):

Herra forseti. Talið er nauðsynlegt, að frv. þetta um staðfestingu á síðustu útgáfu Bernarsáttmálans til verndar bókmenntum og listaverkum verði afgreitt frá Alþ. samtímis frv. til höfundalaga, sem þessi hv. d. hefur afgreitt og nú er til meðferðar í Ed. Enda þótt menntmn. hafi, sökum þess hve seint þetta mál er fram lagt, aðeins gefizt mjög stuttur tími til þess að kanna þetta mál, mælir hún með samþykkt þess í trausti þess, að embættismenn hafi undirbúið það jafnvandlega og frv. um höfundarétt.