02.12.1971
Efri deild: 20. fundur, 92. löggjafarþing.
Sjá dálk 132 í B-deild Alþingistíðinda. (184)

90. mál, fjörutíu stunda vinnuvika

Auður Auðuns:

Herra forseti. Ég skal reyna að vera stuttorð. En hæstv. deildarforseti sagði í síðari ræðu sinni við þessa umr., að við hv. 3. þm. Reykn. hefðum haft uppi gagnrýni á efni frv. og ætluðum samt að samþykkja það, og honum þótti þetta vera nokkuð mótsagnakennt. Ég vil alveg vísa þessum ummælum hans á bug hvað mig snertir. Ég leiddi yfirleitt hjá mér að ræða efni frv. Það voru vinnubrögðin, sem ég tjáði mig ósamþykka og gerði grein fyrir því.

Svo sagði hæstv. félmrh., að með ákvörðuninni í stjórnarsáttmálanum hefði ekki verið tekið fram fyrir hendur samningsaðila, heldur hefði verið tekið í hendur þeirra. Ríkisstj. hefði hins vegar ekki kosið að hafa lagavöndinn reiddan yfir samningsaðilum í upphafi víðræðna. En það er nú bara það, sem hefur staðið allan tímann, að lagavöndurinn hefur verið reiddur yfir samningsaðilum. Hitt er svo til viðbótar, að það var auðvitað ekki vitað hvert yrði efni frv., það var ekki vitað með fullri vissu, fyrr en það var lagt fram, og það er ekki vafi á því, að þessi óvíssa og þessi ákvörðun um fyrirætlun ríkisstj. hefur orðið til þess að draga samningaumr. á langinn, enda kom það greinilega fram hjá fulltrúa vinnuveitenda á nefndarfundi, þegar spurt var um þetta atriði. Það hefði ugglaust flækt minna samningaviðræðurnar, ef frv. hefði legið fyrr fyrir en raun hefur á orðið.

Þá sagði hæstv. deildarforseti í ræðu sinni, skildist á honum, að honum þætti háifhlálegt að gera því skóna, að menn hefðu ekki vitað, að raunverulegur vinnutími hér var styttri en á Norðurlöndunum — raunverulegur dagvinnutími. Ég víi nú bara vitna til þess, sem hv. 1. þm. Vestf. sagði um þetta atriði. Ég held, að ég hafi alls ekki misskilið hann, að hann hafi sagt áðan, að hann hefði ekki gert sér grein fyrir þessu.

Ég sé ekki ástæðu til þess að vera að hafa fleiri orð um málið. Ég vil bara enn undirstrika það, að ég hélt ekki uppi gagnrýni á efni frv., heldur vinnubrögðin, hvernig að því hefði verið staðið af hæstv. ríkisstj., og segi ég það enn og aftur, að það held ég, að hafi verið misráðið.