16.12.1971
Neðri deild: 27. fundur, 92. löggjafarþing.
Sjá dálk 149 í B-deild Alþingistíðinda. (198)

90. mál, fjörutíu stunda vinnuvika

Frsm. (Skúli Alexsandersson):

Herra forseti. Heilbr.- og félmn. hefur einróma mælt með samþykkt þess frv., sem hér er til umr. Frv. er samið af n., sem félmrh. skipaði 29. sept. s.l., og felur í sér það meginákvæði, að í hverri viku skuli ekki vera fleiri en 40 dagvinnutímar, sem vinna beri á dagvinnutímabili á virkum dögum vikunnar, hjá þeim aðilum, sem þetta frv. nær til.

Ég sé ekki ástæðu til að fjölyrða neitt um þetta frv., enda hefur hæstv. félmrh. skýrt það í ítarlegri ræðu við 1. umr. og Ed. búin að fjalla um það og afgreiddi það frá sér með shlj. atkv., og ég vona, að hv. d. muni eins að fara.