07.02.1972
Neðri deild: 38. fundur, 92. löggjafarþing.
Sjá dálk 1958 í B-deild Alþingistíðinda. (2064)

108. mál, sala Háls og Kambshjáleigu í Búlandshreppi

Frsm. (Vilhjálmur Hjálmarsson):

Herra forseti. Þetta frv. var flutt samkv. beiðni hreppsnefndar Búlandshrepps. Það er um heimild fyrir ríkisstj. til að selja jarðirnar Háls og Kambshjáleigu í Búlandshreppi. Þessar jarðir eru báðar í Hálsþinghá inn frá kauptúninu á Djúpavogi, sunnanvert við Búlandstind. N. hefur sent þetta mál til umsagnar eftir venjulegum leiðum til landbrn. og Landnáms ríkisins og fengið álitsgerðir þessara aðila, sem báðar eru jákvæðar. Að þeim umsögnum athuguðum getur n. fallizt á rök flm. og leggur til, að frv. verði samþ. óbreytt.