28.02.1972
Efri deild: 48. fundur, 92. löggjafarþing.
Sjá dálk 1959 í B-deild Alþingistíðinda. (2072)

108. mál, sala Háls og Kambshjáleigu í Búlandshreppi

Frsm. (Helgi F. Seljan):

Herra forseti. Landbn. hefur haft til umsagnar frv. til laga á þskj. 130 um heimild fyrir ríkisstj. til að selja jarðirnar Háls og Kambshjáleigu í Búlandshreppi. Frv. hefur þegar fengið afgreiðslu í Nd., og n. kynnti sér þær umsagnir, sem Nd. höfðu borizt um þetta mál, bæði frá Landnámi ríkisins og jarðeignadeild, og voru þær báðar jákvæðar.

Hv. 3. þm. Austf. hefur rækilega kynnt þetta mál við 1. umr. málsins, svo að ekki er ástæða til að fara nánara út í það. Eins og sést á nál. á þskj. 361, þá mælir n. einróma með samþykkt frv.