10.05.1972
Efri deild: 78. fundur, 92. löggjafarþing.
Sjá dálk 2025 í B-deild Alþingistíðinda. (2234)

231. mál, dýralæknar

Frsm. (Steinþór Gestsson):

Herra forseti. Ég þarf ekki að hafa mörg orð, þegar ég mæli fyrir nál. landbn. um þetta frv. til l. um breyt. á l. um dýralækna. Frv. er komið frá Nd. og hefur verið þar einróma afgreitt bæði af n. og í d., og landbn. varð sammála um það að mæla með, að það yrði samþ. eins og það liggur fyrir hér í þessari hv. d. Þær breyt., sem hér er lagt til að gerðar verði á lögum um dýralækna, eru fólgnar í því, að tveimur umdæmum dýralækna, annað er í Eyjafirði, hitt í Skaftafells- og Rangárvallasýslu, verði skipt í tvö héruð og hefur landbn. þessarar d. eins og Nd. fallizt á, að þetta sé réttmætt og eðlilegt, og n. hefur kynnt sér það, að á þessum stöðum er það mikið verkefni fyrir dýralækna, að fullkomin þörf er á því, að þessi breyt. sé gerð á dýralæknalögunum.

Að svo mæltu vil ég endurtaka það, að landbn. mælir með því, að þetta frv. verði samþykkt.