03.05.1972
Neðri deild: 68. fundur, 92. löggjafarþing.
Sjá dálk 2026 í B-deild Alþingistíðinda. (2242)

150. mál, sala Markúsarsels, Tunguhlíðar og Veturhúsa í Geithellnahreppi

Frsm. (Vilhjálmur Hjálmarsson):

Herra forseti. Landbn. hefur fjallað um þetta mál. N. sendi það til umsagnar eftir venjulegum leiðum landbrn. og Landnámi ríkisins. Umsagnir þessara aðila eru prentaðar með nál. á þskj. 638 sem fskj. Báðir þessir aðilar mæla með því, að heimildin verði veitt. Eins og þar kemur glögglega fram, liggja þessar þrjár jarðir inn til dala og hafa verið notaðar sem afréttar- og beitilönd, og ég hygg, að ástæðan til þess, að hreppsnefnd fer fram á það nú að fá þessar jarðir keyptar, sé sú, að það hefur borið nokkuð á því, að einstaklingar sækja eftir þessum jörðum til kaups, en hreppsnefndin telur eðlilegra, að sveitarfélagið eigi þær, með tilliti til þess, að ekki er fyrirsjáanlegt, að af þeim verði önnur almenn not en til afréttar. Landbn. leggur til, að frv. verði samþykkt.