18.05.1972
Neðri deild: 87. fundur, 92. löggjafarþing.
Sjá dálk 2084 í B-deild Alþingistíðinda. (2442)

286. mál, ferðamál

Frsm. (Vilhjálmur Hjálmarsson):

Herra forseti. Eins og segir í grg. með þessu frv., er það flutt að beiðni hæstv. samgrh. í samráði við fjmrh. og er um það að hækka lántökuheimild vegna Ferðamálasjóðs. Hún er í upphaflegu lögunum 40 millj., hafði verið hækkuð í 48 millj. kr., heildarheimildin vegna ársins 1971. En með þessu frv. er lagt til, að lántökuheimildin verði hækkuð í 73 millj. kr., eða um 25 millj. frá því, sem hún var áður orðin. — Fjhn. hefur athugað frv. og leggur til, að það verði samþ.