24.11.1971
Neðri deild: 17. fundur, 92. löggjafarþing.
Sjá dálk 2365 í B-deild Alþingistíðinda. (2533)

Launa og kaupgjaldsmál

Pétur Sigurðsson:

Herra forseti. Það eru aðeins tvær örstuttar fsp. til hæstv. forsrh. vegna orða hans nú, áður en hann gekk úr ræðustól. Á að skilja orð hans þannig, að meiri hætta sé á því, að hv. alþm. misskilji þær upplýsingar, sem fram hafa komið frá Efnahagsstofnuninni, en sá um það bil 100 manna hópur, sem hefur þessi gögn í höndum? Á líka að skilja orð hans þannig, að ekki sé hægt að afhenda hv. alþm. þessi gögn sem trúnaðarmál en ég vænti, að þeim aðilum, sem hafa fengið gögnin, hafi verið afhent þau með þeim skilyrðum?

Það var aðeins þetta tvennt.