28.10.1971
Neðri deild: 7. fundur, 92. löggjafarþing.
Sjá dálk 2468 í B-deild Alþingistíðinda. (2643)

Lánasjóður íslenskra námsmanna

Heilbr.- og trmrh. (Magnús Kjartansson):

Herra forseti. Það er rétt, að við þessa almennu umr. um lánamál námsmanna sé minnt á eina litla staðreynd. Á síðasta þingi flutti ég ásamt hv. þm. Þórarni Þórarinssyni till. um það, að Alþ. ákvæði að tryggja Lánasjóði ísl. námsmanna það miklar fjárveitingar árlega, að á þremur árum yrði honum gert kleift að fullnægja allri umframþörf námsmanna. Ef þetta hefði verið samþ. í fyrra, þá hefðu þessar fjárveitingar orðið sjálfkrafa á þremur árum upp í þessa upphæð. Þessi till. var felld hér á þinginu í fyrra, að viðhöfðu nafnakalli, af öllum alþm. Sjálfstfl. og Alþfl., þ. á m. þeim hv. þm. og þáv. forsrh„ sem talaði hér síðast.