29.02.1972
Sameinað þing: 43. fundur, 92. löggjafarþing.
Sjá dálk 2479 í B-deild Alþingistíðinda. (2655)

Húsnæðismál menntaskóla o.fl.

Gylfi Þ. Gíslason:

Herra forseti. Það eru aðeins örfá orð. Eins og við var að búast, las hv. 12. þm. Reykv., ritstjóri Tímans, rétt upp úr leiðara sínum, sem hann skrifaði í gær. Það, sem ég vildi vekja athygli á og mundi rétt eftir Tímanum, taldi rétt eftir Tímanum, var, að aukning framlaga til menntaskólabygginga í ár væri lægri en til nokkurrar annarrar skólategundar eða aðeins 12%. Ég heyri eftir á, að ég muni hafa sagt 12 millj. í staðinn. Mín eina afsökun fyrir þessu er sú, og á henni biðst ég mjög afsökunar, er sú, að þm. varð nákvæmlega sams konar mismæli á, því að hann talaði einnig um 12 millj. í staðinn fyrir 12%. Ég er ekki að afsaka mig með þessu, en bendi bara á, að sælt er sameiginlegt skipbrot.