07.02.1972
Sameinað þing: 34. fundur, 92. löggjafarþing.
Sjá dálk 2499 í B-deild Alþingistíðinda. (2717)

Varamenn taka þingsæti - rannsókn kjörbréfa

Frsm. (Björn Jónsson):

Herra forseti. Kjörbréfanefnd hefur rannsakað kjörbréf Hjördísar Hjörleifsdóttur húsmæðrakennara á Ísafirði, en hún skipaði 3. sæti á lista Samtaka frjálslyndra og vinstri manna við síðustu alþingiskosningar. Samkv. kjörbréfi undirrituðu af yfirkjörstjórn Vestfjarðakjördæmis hlaut Hjördís Hjörleifsdóttir kosningu sem 3. varaþm. Vestf.

Að lokinni athugun leggur kjörbréfanefnd einróma til, að kosning Hjördísar Hjörleifsdóttur sé metin gild og kjörbréf hennar samþykkt.