06.03.1972
Sameinað þing: 45. fundur, 92. löggjafarþing.
Sjá dálk 2506 í B-deild Alþingistíðinda. (2738)

Varamenn taka þingsæti - rannsókn kjörbréfa

Frsm. (Björn Fr. Björnsson):

Herra forseti. Kjörbréfanefnd hefur tekið til athugunar kjörbréf tveggja varaþm. Í fyrra lagi kjörbréf Hafsteins Þorvaldssonar, sjúkrahúsráðsmanns á Selfossi, 1. varaþm. Framsfl. í Suðurlandskjördæmi. Og í annan stað hefur kjörbréfanefnd rannsakað kjörbréf Inga Tryggvasonar bónda, Kárhóli, 2. varaþm. Framsfl. í Norðurlandskjördæmi eystra. Þess ber að geta, að 1. varaþm. Framsfl. í Norðurlandskjördæmi eystra, Jónas Jónsson, boðar fjarvistir héðan úr Reykjavík, er á fundum víðs vegar um land næstu daga og kannske næstu vikur og telur sig þess vegna ekki geta tekið þátt í þingstörfum og óskar þess sérstaklega, að 2. varamaður, Ingi Tryggvason, taki sitt sæti á þingi.

Kjörbréfanefnd hefur ekkert við kjörbréfin að athuga og önnur gögn, sem fylgt hafa kjörbréfi, og mælir með því, að kosning þessara varaþm. verði metin gild og kjörbréf þeirra samþykkt.