13.03.1972
Sameinað þing: 47. fundur, 92. löggjafarþing.
Sjá dálk 2507 í B-deild Alþingistíðinda. (2745)

Varamenn taka þingsæti - rannsókn kjörbréfa

Frsm. (Björn Fr. Björnsson):

Herra forseti. Kjörbréfanefnd hefur athugað kjörbréf tveggja varaþm. Í fyrsta lagi kjörbréf Kristjáns Ingólfssonar kennara, sem er 2. varaþm. Framsfl. í Austurlandskjördæmi, en hann tekur hér setu í forföllum Vilhjálms Hjálmarssonar, sem er 5. þm. Austf.

Í annan stað hefur n. athugað kjörbréf Benónýs Arnórssonar, sem er 1. varamaður SF í Norðurlandskjördæmi eystra, en hann tekur sæti hér á Alþ. í veikindaforföllum Björns Jónssonar, 6. þm. Norðurl. e.

Kjörbréfanefnd mælir með því við hv. Sþ., að kosning þessara varaþm. verði metin gild og kjörbréf þeirra samþykkt.