20.03.1972
Neðri deild: 54. fundur, 92. löggjafarþing.
Sjá dálk 2510 í B-deild Alþingistíðinda. (2755)

Varamenn taka þingsæti - rannsókn kjörbréfa

Forseti (GunnG):

Svo hljóðandi bréf hefur borizt: „Ég leyfi mér hér með að tilkynna hv. Alþ., að Eðvarð Sigurðsson alþingismaður er veikur og verður á sjúkrahúsi næsta mánuð. Fyrsti varamaður hans, Jón Snorri Þorleifsson, dvelur erlendis um skeið og óskar Alþb. eftir því, að Sigurður Magnússon taki sæti Eðvarðs á Alþingi fyrst um sinn.

Virðingarfyllst,

f.h. Alþb.

Ólafur Jónsson.“

Kjörbréf Sigurðar Magnússonar hefur áður verið rannsakað og samþ. hér á hv. Alþ., og býð ég hann velkominn til starfa.