21.03.1972
Sameinað þing: 51. fundur, 92. löggjafarþing.
Sjá dálk 2510 í B-deild Alþingistíðinda. (2756)

Varamenn taka þingsæti - rannsókn kjörbréfa

Forseti (EystJ):

Borizt hefur svo hljóðandi símskeyti frá Varmahlíð:

„Þar sem mér er ekki unnt að sækja þing vegna veikinda, óska ég eftir því, að varamaður taki sæti á Alþ. í minn stað.

Ragnar Arnalds.“

Enn fremur annað skeyti í þessu sambandi frá Siglufirði:

„Vegna veikinda Ragnars Arnalds vil ég taka fram, að mér er ekki gerlegt að sækja þing í forföllum hans. Hannes Baldvinsson.“

Samkv. þessu er kominn til þings 2. varamaður, Haukur Hafstað bóndi í Vik í Skagafirði. Vil ég biðja hv. kjörbréfanefnd að skoða kjörgögn Hauks Hafstað og gef ég til þess 5 mínútna fundarhlé. — [Fundarhlé.]