21.03.1972
Sameinað þing: 51. fundur, 92. löggjafarþing.
Sjá dálk 2510 í B-deild Alþingistíðinda. (2757)

Varamenn taka þingsæti - rannsókn kjörbréfa

Frsm. (Pálmi Jónsson):

Herra forseti. Kjörbréfanefnd hefur athugað kjörbréf Hauks Hafstað bónda í Vík í Skagafirði, 2. varaþm. Alþb. í Norðurlandskjördæmi vestra, sem tekur sæti í veikindaforföllum hv. 4. þm. Norðurl. v., Ragnars Arnalds. Fyrir liggur í staðfestu símskeyti yfirlýsing frá 1. varaþm. Alþb. í kjördæminu um, að hann geti ekki tekið sæti á Alþ. Að þessu sinni, og tekur því 2. varamaður sæti. N. mælir einróma með því, að kosning Hauks Hafstað sé metin gild og kjörbréfið samþykkt.