20.05.1972
Neðri deild: 90. fundur, 92. löggjafarþing.
Sjá dálk 2530 í B-deild Alþingistíðinda. (2821)

Starfslok deilda

Gylfi Þ. Gíslason:

Herra forseti. Fyrir hönd okkar þdm. leyfi ég mér að færa hæstv. forseta þakkir fyrir góð orð og hlýjar óskir í okkar garð. Ég leyfi mér að þakka honum hið bezta samstarf við okkur þdm. og röggsama og réttláta fundarstjórn. Ég leyfi mér að bera fram þá ósk, að við megum öll hittast hér aftur heil að sumarleyfi loknu og óska þess, að við þá hittum hæstv. forseta heilan, þegar við hefjum störf að hausti. Og lýk ég svo orðum með því að óska honum alls velfarnaðar á sumri komanda. Ég bið hv. þdm. að taka undir þessa ósk með því að risa úr sætum. — [Dm. risu úr sætum.]