08.12.1971
Efri deild: 24. fundur, 92. löggjafarþing.
Sjá dálk 269 í B-deild Alþingistíðinda. (287)

86. mál, Framkvæmdastofnun ríkisins

Axel Jónsson:

Herra forseti. Ég skal ekki tefja umr. hér, en kem fyrst og fremst í ræðustól til þess að lýsa yfir því, að ég óttast það mikla miðstjórnarvald, sem verið er að leiða inn með því frv. að Framkvæmdastofnun, sem hér liggur fyrir. Það orkar ekki tvímælis, að þarna er fært á örfáar hendur geysiviðtækt vald. Það getur hins vegar farið eftir því, hvernig um framkvæmdina tekst, hvort meira eða minna tjón hlýzt af þessu, en það er ástæða til þess, að menn séu uggandi um, hvernig fer um framkvæmdina, sér í lagi eftir að hafa hlustað á, að það er langt frá því, að hv. frsm. meiri hl. fjvn. og hæstv. forsrh. séu raunverulega sammála um málið. Ef um framkvæmdina fer að verulegu leyti eftir yfirlýsingu forsrh., þá er vissulega mínna að óttast, en ef þau markmið, sem hv. 4. þm. Norðurl. v. lýsti sem einu aðaltakmarki þessa frv. verða meira ráðandi, þá er ástæða til þess að vera uggandi um framkvæmdina, og ég hygg, að við sjáifstæðismenn hér í hv. þd. séum ekki þeir einu, sem eru uggandi um, hvernig til tekst um framkvæmd þessa máls. Það eru landsmenn mjög svo, m.a.s. í röðum stjórnartlokkanna, og ef við skyggnumst aðeins inn í sjálft frv. og brtt., sem lagðar hafa verið fram hér í dag, þá kemur í ljós, að þeir gera sér sjálfir grein fyrir því mikla valdi, sem þarna er fólgið, og þeirri hættu, sem er samfara því, og þeim óvinsældum, sem sérstaklega tiltekin atriði í frv. eru þegar farin að valda og ég vil nefna sem dæmi, með leyfi forseta. Hér stendur í 12. gr.

„Framkvæmdastofnunin getur sett almennar reglur um, hvers konar framkvæmdir skuli hafa forgang umfram aðrar. Skulu þá opinberir sjóðir og lánastofnanir haga lánveitingum í samræmi við það.“ Í brtt. er búið að kveða enn fastar á um þetta. En síðan kemur rúsinan í pylsuendanum: „Engri stofnun er þó skylt að veita lán, sem hún ekki telur eðlilega tryggð.“

Þeir hafa gert sér grein fyrir því, þegar þetta var samið, að þeir voru að fá valdið í hendur kannske ekki nægilega ábyrgum mönnum, og því væri fyllsta ástæð til að taka það fram, að engri stjórn neinnar lánastofnunar væri skylt að lána, nema hún teldi eðlilega tryggingar standa fyrir láninu. Það getur nefnilega hafa flökrað að þeim, að það mundi nú kannske ekki ver óhætt að láta hið svo kallaða trúnaðarráð hafa alve takmarkalaust vald, þannig að það væri þó rétt að setja örlítið undir lekann, og þarna er þó vottur þess, að hv stjórnarsinnar hafi gert sér grein fyrir því, að frv. felur sér mikið vald og hægt sé vissulega að misnota sin aðstöðu, ef ekki verður við séð.

Það hefur verið mikið rætt um 4. gr. eða skipan þess svo kallaða framkvæmdaráðs. Þeir eiga að vera pólitískir fulltrúar, pólitískt þrístirni. Þeir eiga að vera umboðsmenn flokka sinna. Við höfum lesið um umboðsmann biskups, Umba. Þarna er verið að koma á stofn þriggja manna ráði, Umba, og það er augljóst mál, á stjórnarsinnar finna það, frá því að þeir lögðu fra þetta frv. og þar til þeir leggja fram sína brtt. í dag, á þetta mælist ekki vel fyrir, og til þess að reyna að friða landsfólkið er sett inn í brtt. nú, að þessa menn sé hægt að reka með mánaðar fyrirvara. Það á að friða landsfólkið með því, en hvort tveggja er dæmi um það, að a.m.k. viss öfl innan stjórnarliðsins gera sér grein fyrir því, að hér er um stórvarasamt og hættulegt mál að ræða, ef illa tekst til. Það er verið að færa á örfárra manna hendur það ægivald, að það er hæpið, að þeir rísi undir því.