12.04.1972
Neðri deild: 59. fundur, 92. löggjafarþing.
Sjá dálk 128 í C-deild Alþingistíðinda. (2930)

241. mál, Framleiðsluráð landbúnaðarins

Sverrir Hermannsson:

Herra forseti. Það er auðvitað ljóst af þeim umr., sem hér hafa farið fram, að að mjög veigamiklu leyti er þetta frv., sem hér er til umr., komið í ónýtt efni, enda hygg ég, að mál muni skipast á þann veg, að þetta verði tekið til rækilegrar endurskoðunar. En það, sem hvetur mig til að koma hér upp í ræðustól, er það, sem hv. síðasti ræðumaður, hv. 5. þm. Austf., orðfærði, að ráðstöfunarfé Atvinnujöfnunarsjóðs hefði að meginhluta verið ráðstafað til þéttbýlisins, þá hygg ég, að megi ganga úr skugga um það, að þetta er alröng fullyrðing. Ég hygg, að ekki verði um það deilt, að fé frá þessum sjóði hafi verið ráðstafað til dreifbýlisins eftir þeim hætti, sem þessum sjóði var gert að gera eftir þeim lögum, sem um hann voru sett.