18.12.1971
Neðri deild: 31. fundur, 92. löggjafarþing.
Sjá dálk 401 í B-deild Alþingistíðinda. (323)

86. mál, Framkvæmdastofnun ríkisins

Frsm. 1. minni hl. (Gylfi Þ. Gíslsson):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. forsrh. fyrir svör hans við fsp. minni um 16. gr., um það, hvort til stæði, að Framkvæmdastofnunin hæfi bankastarfsemi í stað þess, að nú fara tveir ríkishankar með framkvæmdastörf þeirra sjóða, sem um er að ræða, Framkvæmdasjóðs og Atvinnujöfnunarsjóðs og væntanlegs Byggðasjóðs. Mér þykir og mjög vænt um, að hann skyldi lýsa yfir því, — og ég vek athygli á því og undirstrika það, — að ríkisstj. hafi engar fyrirætlanir á prjónunum um það, að Framkvæmdastofnunin taki upp bankastarfsemi. Hins vegar sagði hæstv. ráðh., og ég get vel skilið það sjónarmið hans, að hann gæti ekki gefið bindandi yfirlýsingu fyrir hönd stjórnar stofnunar, sem ekki er enn búið að kjósa. Ég hef ekkert við þetta sjónarmið ráðh. að athuga, en þetta gerir það að verkum, að ég tel æskilegt, að það sé beinlínis bundið í lögum, að ríkisbankar skuli annast framkvæmdastjórn þessara sjóða, en ekki verði komið upp nýrri bankastarfsemi í tengslum við Framkvæmdastofnunina, enda algerlega óþarft og mál flestra manna, að nóg sé af bönkum í landinu fyrir.