11.11.1971
Sameinað þing: 12. fundur, 92. löggjafarþing.
Sjá dálk 31 í B-deild Alþingistíðinda. (33)

71. mál, innlent lán

Matthías Á. Mathiesen:

Herra forseti. Ég skal nú ekki fara í karp við þá hæstv. ráðh., sem hér hafa talað, hvort þeirra minni er betra en mitt, en eitthvað kannast ég við það sem form. í fjhn. þessarar hv. d. síðasta kjörtímabil, að þeir félagar mínir, sem þar hafa átt sæti úr hv. stjórnarandstöðu þá, núv. stjórnarflokkum, m.a. Framsfl., hafi óskað eftir því stundum að fá nánari upplýsingar og grg. um það, sem máli skipti, þegar frv. til I. um útgáfu spariskírteina lá fyrir. Það þótti sjálfsagt að hæstv. þáv. fjmrh. veitti þessar upplýsingar, og ég gerói mitt til þess, að þær skýringar og þær upplýsingar, sem óskað var eftir, kæmust til skila og hægt væri að taka þær til umr. í hv. þd., þ.e. þær, sem þá þegar höfðu ekki legið fyrir, eins og t.d. í frv., sem var lagt fyrir þingið 1970–1971. en þar er mjög ítarlega gerð grein fyrir því, með hvaða hætti nota átti það fjármagn, sem þar var lagt til að aflað yrði með þessum sérstaka hætti.

Það var aðeins ósk mín áðan, að n. verði gerð grein fyrir málinu, en það má vel vera, að hér sé ætlunin að vinna að með öðrum hætti en fyrrv. stjórnarandstaða óskaði eftir að gert yrði á Alþingi.

Hæstv. fjmrh. vitnaði hér mjög til enska lánsins, eins og hann orðaði það, og las hér upp ræðu eftir þáv. hæstv. fjmrh., Gunnar Thoroddsen, þar sem hann einmitt gerir grein fyrir því, til hvers m.a. eigi að nota það fjármagn, sem þá var óskað eftir, að ríkisstj. fengi heimild til þess að afla sér. Ég varð harla glaður, þegar ég heyrði, að hæstv. fjmrh. hóf lestur upp úr ræðum fyrirrennara sinna, og ég vildi óska þess, að hann gerði það oftar og tæki þá sér eins mikið til fyrirmyndar og hann mögulega getur.