08.02.1972
Sameinað þing: 35. fundur, 92. löggjafarþing.
Sjá dálk 14 í D-deild Alþingistíðinda. (3350)

43. mál, leikfélög áhugamanna

Helgi F. Seljan:

Herra forseti. Ég vil þakka hv. allshn. ágæta afgreiðslu þessa máls. Það er mér gleðiefni að geta nú átt þess von, að ýmsir þeir vankantar, sem reynslan hefur sýnt, að voru á lagasmíðinni frá 1965, svo ágæt framför sem hún var, verði nú af sniðnir, því að ég vona, að samhljóða álit n. muni einnig hljóta stuðning hv. alþm. annarra, og þá treysti ég því, að menntmrn. bregði vel við og endurskoði lögin með ágætri samvinnu við áhugaleikfélögin og samtök þeirra. Það er því einlæg von mín, að rausnarleg hækkun til leiklistarstarfsemi á fjárlögum þessa árs, ásamt nýjum reglum, verði til þess að auka sem mest þá menningarstarfsemi sem leikstarfsemi áhugafólks er. Ég vil fullyrða, oftlega sú helzta í hverju byggðarlagi.