15.02.1972
Sameinað þing: 37. fundur, 92. löggjafarþing.
Sjá dálk 110 í D-deild Alþingistíðinda. (3403)

21. mál, landhelgismál

Gylfi Þ. Gíslason:

Herra forseti. Fyrir hönd þm. Alþfl. tek ég eftirfarandi fram:

Þingflokkur Alþfl. telur, að Alþ. hafi átt að lýsa yfir, að landhelgi Íslands skuli miðast við landgrunnið, þar eð mjög mikilvæg fiskimið falla að öðrum kosti utan hennar. Þótt stuðningsflokkar ríkisstj. hafi nú fellt brtt. um stærð fiskveiðilögsögunnar, telur þingflokkur Alþfl. samhljóða ályktun Alþingis um þetta lífshagsmunamál þjóðarinnar svo mikilvæga til eflingar íslenzkum málstað, að hann greiðir till. atkv. án þess að taka með því ábyrgð á öllum orðum og aðgerðum ríkisstj. í þessu máli. Ég segi því já.