12.05.1972
Sameinað þing: 67. fundur, 92. löggjafarþing.
Sjá dálk 194 í D-deild Alþingistíðinda. (3573)

102. mál, vinnutími fiskimanna

Frsm. (Stefán Gunnlaugsson):

Herra forseti. Allshn. hefur haft til meðferðar þáltill. um vinnutíma fiskimanna á þskj. 121 og enn fremur till. til þál. um orlofs og hvíldartíma sjómanna á fiskiskipum undir 500 brúttótonnum á þskj. 122.

Efni þessara till. er í meginatriðum hið sama, og varð n. ásátt um að fella þær í eina. Þessar þáltill. munu m.a. eiga rætur að rekja til þess, að samþ. höfðu verið á Alþ. lög um 40 stunda vinnuviku, en sú löggjöf nær ekki til sjómanna. Ástæðan mun vera sú fyrir því, að vinnutími sjómanna var ekki tekinn með í þessari löggjöf, að það mun vera ýmsum vandkvæðum bundið að koma því vel fyrir. Hins vegar varð allshn. sammála um, að till. yrðu, eins og ég áður sagði, felldar í eina og gerir því brtt. við þær, svo hljóðandi:

Tillgr. orðist svo: Alþingi ályktar að fela ríkisstj. að skipa nefnd, sem í eiga sæti m.a. fulltrúar sjómanna og útvegsmanna, til að athuga möguleika á lagasetningu um vinnutíma og orlof fiskimanna.“