12.05.1972
Sameinað þing: 67. fundur, 92. löggjafarþing.
Sjá dálk 225 í D-deild Alþingistíðinda. (3643)

60. mál, opinberar framkvæmdir í Reykjaneskjördæmi

Frsm. (Geir Gunnarsson):

Herra forseti. Fjvn. hefur haft til athugunar þáltill. um áætlun um opinberar framkvæmdir fyrir Reykjanessvæðið sunnan Hafnarfjarðar og er sammála um að leggja til að till. verði samþ. með þeirri breytingu, að áætlunin taki til Reykjaness alls og tillgr. verði þá svo hljóðandi:

„Alþingi ályktar að fela ríkisstj. að láta gera áætlun um opinberar framkvæmdir í Reykjaneskjördæmi. Verk þetta skal unnið í samráði við sveitarstjórnir í kjördæminu og byggt m.a. á þeim athugunum, sem unnið hefur verið að á vegum Samtaka sveitarfélaga í Reykjanesumdæmi um framtíðarþróun þessa svæðis.“

Í samræmi við þessa till. fjvn. gerir hún einnig till. um, að fyrirsögn þáltill. verði: „Till. til þál. um opinberar framkvæmdir í Reykjaneskjördæmi.“