18.12.1971
Efri deild: 35. fundur, 92. löggjafarþing.
Sjá dálk 452 í B-deild Alþingistíðinda. (380)

126. mál, almannatryggingar

Frsm. (Helgi F. Seljan):

Herra forseti. Heilbr.- og félmn. hefur fjallað um ákvæði til bráðabirgða, I. lið B, sem er með frv. til l. um breyt. á lögum um almannatryggingar. Tilefni þeirra breytinga, sem n. leggur til varðandi þetta, eru þær ábendingar, sem fram höfðu komið við fyrri umr. málsins, þar sem nauðsynlegt var talið að breyta ákvæðinu. N. stendur að brtt., sem kemur í stað 3. málsgr. í B-lið, og gr. verður svo hljóðandi, hún er á þskj. 254:

„B-liður orðist svo:

B. Vegna sjúkratrygginga:

Iðgjöld hinna tryggðu til sjúkratrygginga samkv. 2. málsgr. 48. gr. laganna.

Sérstakt framlag sveitarsjóða til sjúkratrygginga samkv. 3. málsgr. 49. gr. laganna skal árið 1972 vera 9.77% af tilföllnum gjöldum sjúkrasamlags, þ. á m. hlut í gjöldum héraðssamlags árið 1972.“

Þá er það breyting, sem þarna kemur einmitt í þessa grein síðast:

„Skal hvert sveitarfélag greiða sjúkrasamlagi framlag sitt með jöfnum greiðslum, sem stjórn viðkomandi sjúkrasamlags ákveður með hliðsjón af áætlun um framlagið. Uppgjör vegna greiðslnanna fer fram að árinu liðnu.“

Þetta var sem sagt brtt., sem heilbr: og félmn. flytur um þetta ákvæði.

Þá flytur meiri hl. heilbr.- og félmn. brtt. á þskj. 256 við frv. til l. um breyt. á lögum um almannatryggingar nr. 67 frá 20. apríl 1971, samkv. ábendingum forstjóra Tryggingastofnunar ríkisins og að ósk hæstv. fjmrh. Breyting þessi er til komin til að taka af allan vafa um skilning á þessari gr., og mun það vera í fullu samræmi við þau sjónarmið, sem trygginganefnd, sem að þessum málum hefur unnið, hafði um þessa sérstöku breytingu á tryggingalögunum, þ.e. að tekjutryggingin hækki ekki sjálfkrafa, heldur fari þar um eftir ákvörðun ríkisstj., eins og um fjölskyldubæturnar, sem nú er ótvírætt eftir þessa breytingu á gr., en brtt. er á þá leið, að í 12: gr. orðist síðasti málsl. gr. svo:

„Fjölskyldubætur svo og hækkanir lífeyris samkv. 19. gr.“ — þ.e. tekjutryggingin — „eru undanþegnar þessu ákvæði, en um hækkanir þessara hóta og greiðslna fer eftir ákvörðun ríkisstj. hverju sinni.“

Að þessari till. stendur meiri hl. heilbr.- og félmn., en fulltrúar stjórnarandstöðunnar í n. ekki.