17.12.1971
Neðri deild: 29. fundur, 92. löggjafarþing.
Sjá dálk 467 í B-deild Alþingistíðinda. (404)

119. mál, verðlagsmál

Sverrir Hermannsson:

Herra forseti. Ég vill lýsa yfir stuðningi mínum við brtt. á þskj. 169, sem hv. 12. þm. Reykv. flytur. Þar er lagt til, að í stað þess að ASÍ tilnefni þrjá menn í verðlagsnefnd, tilnefni Alþýðusambandið einvörðungu tvo, en Kvenfélagasamband Íslands einn. Þessa afstöðu mína má ekki skilja sem vantraust á ASÍ í þessu efni, heldur tel ég, að mjög mikilvægt sé, þar sem er nefnd níu manna, sem fjalla á um verðlagsákvarðanir, að fulltrúi frá samtökum eins og Kvenfélagasambandinu eigi þar sæti.