18.12.1971
Neðri deild: 32. fundur, 92. löggjafarþing.
Sjá dálk 482 í B-deild Alþingistíðinda. (435)

134. mál, leigumálar og söluverð lóða og landa Reykjavíkurkaupstaðar

Frsm. (Skúli Alexandersson):

Herra forsetl. Heilbr.- og félmn. hefur yfirfarið frv. þetta. Í aths. við lagafrv. segir:

„Frv. þetta er flutt samkv. ósk Reykjavíkurborgar. Við gildistöku nýs fasteignamats um áramótin 1971–1972 mun leigugjald það, sem um ræðir í frv. þessu, margfaldast, verði ekki gerð breyting á lagaákvæðum 2. gr. laganna. Lagt er til, að leigugjaldið verði ekki fastbundið í lögunum, hins vegar verði það ákveðið í reglugerð, sem borgarstjórn setur og rn. staðfestir. Gert er ráð fyrir, að téð reglugerð verði staðfest til þess að öðlast gildi 1. jan. 1972.“

N. fellst á þessar aths. og samþykkir þær og leggur til, að frv. verði samþ.