26.10.1971
Sameinað þing: 7. fundur, 92. löggjafarþing.
Sjá dálk 1056 í D-deild Alþingistíðinda. (4678)

18. mál, vegamál í Vesturlandskjördæmi

Fyrirspyrjandi (Benedikt Gröndal):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. ráðh. fyrir skýr og ítarleg svör. Eins og svör hans bera með sér, er hér um mjög veigamiklar samgönguframkvæmdir að ræða, og margvíslegur og mikill undirbúningur hefur átt sér stað og þarf að eiga sér stað. Ég vil aðeins lýsa þeirri von minni, að hæstv. ráðh. styðji þessi mál og ýti á eftir þeim einsog framast er unnt, því að þessar framkvæmdir eru ekki aðeins fyrir eitt kjördæmi, heldur er þetta veigamikill þáttur í meginvegakerfi landsins. Ég vil að lokum lýsa ánægju minni með þann stórhug, sem kom fram í síðustu orðum ráðh. um lausn á farþegaflutningum milli Reykjavíkur og Akraness. Ég vildi, að sú hugmynd hans gæti rætzt sem fyrst.