07.12.1971
Sameinað þing: 21. fundur, 92. löggjafarþing.
Sjá dálk 1133 í D-deild Alþingistíðinda. (4795)

915. mál, íþróttamannvirki skóla

Fyrirspyrjandi (Stefán Valgeirsson):

Herra forseti. Ég vil þakka hæstv. menntmrh. fyrir svör hans, og ég vil fagna því, sem kom fram í svari hans, að það sé einmitt verið að vinna að endurskoðun á þessum málum og það, sem stefnt er að, sé einmitt í samræmi við þær skoðanir, sem ég hef á þessum málum. Ég legg áherzlu á það, að þessari endurskoðun sé hraðað, vegna þess að ég veit um það, að nú eru ýmsir að hugsa til hreyfings með að reyna að koma upp slíkum húsum, og þess vegna er það mjög áríðandi, að þeir viti í tíma, hvar þeir standa í þessum efnum. Ég tei, að þetta sé kannske eitt af því mikilvægasta í sambandi við okkar uppeldismál, þ.e. að æskan hafi sæmilega og sem svipaðasta aðstöðu til þess að iðka íþróttir, og þess vegna legg ég höfuðáherzlu á það, að þessu máli sé hraðað og við grandskoðum það, hvað við getum varið miklum fjármunum á ári hverju til þess að mæta þessari brýnu þörf æskufólksins í landinu.