25.11.1971
Sameinað þing: 17. fundur, 92. löggjafarþing.
Sjá dálk 1142 í D-deild Alþingistíðinda. (4808)

908. mál, stofnlán atvinnuveganna

Fyrirspyrjandi (Guðlaugur Gíslason):

Herra forseti. Ég vil hafa sama hátt á og hv. 1. þm. Vestf., sem er stuðningsmaður ríkisstj., eins og vitað er, og vitna í stjórnarsáttmálann varðandi fsp. mína, en í stjórnarsáttmálanum er m.a. að finna atriði, sem veitt eru fyrirheit um að athuga. Ég þarf ekkert að fjölyrða um það, hversu nauðsynlegt það er, að ljóst verði, hvað við er átt í stjórnarsáttmálanum varðandi þessi mál, að ég tel bæði fyrir atvinnuvegina og ekki síður fyrir hv. þm. Fsp. er í tveimur töluliðum og tveimur undirliðum hvor og hljóðar þannig, með leyfi hæstv. forseta:

1. Hvenær er að vænta samkvæmt yfirlýsingu í málefnasamningi ríkisstj. frv. til l. um:

a. lækkun vaxta af stofnlánum atvinnuveganna og lengingu lánstíma þeirra;

b. endurskoðun á lögum og reglum um ýmiss konar gjöld, sem nú hvíla á framleiðsluatvinnuvegunum, þar sem stefnt verði að því, að þau verði lækkuð eða felld niður?

2. Hvenær er að vænta ákvörðunar um:

a. að endurkaupalán Seðlabankans verði hækkuð og vextir af þeim lækkaðir;

b. að vátryggingamál fiskiskipa verði endurskoðuð?