20.12.1971
Sameinað þing: 27. fundur, 92. löggjafarþing.
Sjá dálk 661 í B-deild Alþingistíðinda. (499)

1. mál, fjárlög 1972

Frsm. meiri hl. (Geir Gunnarsson):

Herra forseti. Eins og fram kom við 2. umr. um fjárlagafrv., átti fjvn. þá eftir að afgreiða tekjuhlið frv., svo og ýmis einstök erindi. Þeirri afgreiðslu lauk n. á fundum s.l. föstudag, og liggja till. n. nú fyrir, annars vegar n. allrar sameiginlega á þskj. 243, um hækkanir á ýmsum einstökum útgjaldaliðum og heimildartillögum, og hins vegar till. meiri hl. n. á þskj. 244, um tekjuhlið frv. og þær breytingar, sem af þeim leiðir. Hefur n. þá haldið alls 39 fundi um málið.

Mun ég þá fyrst í stuttu máli gera grein fyrir þeim brtt., sem n. flytur sameiginlega á þskj. 243, en koma síðan að till. meiri hl. n. Um þær till., sem n. flytur sameiginlega, gildir sami fyrirvari og áður af hálfu fulltrúa Sjálfstfl. og fulltrúa Alþfl. í n., að þeir hafa óbundnar hendur um afstöðu til einstakra till. og áskilja sér rétt til að flytja brtt. eða fylgja brtt., sem fram kunna að koma.

Það eru þá fyrst brtt. á þskj. 243 varðandi menntmrn. Raunvísindastofnun háskólans, rannsóknastofa í efnafræði, fjárveiting þar hækkar um 300 þús. kr. Þessi fjárveiting er ætluð til rannsókna á því, hvort unnt er að nota fiskinnyfli til vinnslu lífrænna efna, sem gætu orðið lyfjaiðnaðinum aðgengileg og æskileg hráefni, en markaður virðist vera fyrir hendi erlendis, ef framleiðsla tækist. — Rannsóknaráð ríkisins, liðurinn til frumathugana á nýtingu náttúruauðæfa landsins hækkar um 200 þús. kr., og er til þess ætlazt, að það fé renni til Sigurðar Jónssonar og Sigurðar Hallssonar til undirstöðurannsókna á sjávargróðri við Íslandsstrendur.

Gjaldfallinn stofnkostnaður við Menntaskólann á Laugarvatni er hækkaður um 250 þús. kr., og er þar um að ræða framlag ríkisins á móti framlagi frá fyrri nemendum skólans til kaupa á kvikmyndasýningavél. — Þá er lagt til, að veitt verði 1 millj. kr. til bókasafns Kennaraháskóla Íslands. — Lagt er til, að veittar verði 4 millj. kr. til byggingar lýðskóla í Skálholti, en safnað hefur verið um 10 millj. kr. annars staðar á Norðurlöndum til þessarar byggingar, en 3/5 hlutar hennar eru komnir undir þak. — Þá eru tvær textabreytingar við fyrri till. um fjárveitingar til skólamannvirkja. Annars vegar, að till. um fjárveitingu til Vestmannaeyja verði á þann veg skýrari, að þar bætist við orðið „sundlaug“ og hins vegar, að fjárveiting til skóla í Skagafjarðarsýslu breytist þannig í texta, að hún verði ætluð til skóla í Skagafirði, þar sem hér mun vera um að ræða skóla, sem ekki eru allir í Skagafjarðarsýslu, þótt þeir séu í Skagafirði — Gerð er till. um fjárveitingu til undirbúnings á byggingu íþróttahúss í Keflavík, 300 þús. kr., en ástæðan fyrir þessari brtt. nú við 3. umr., eftir að n. hafði fyrir 2. umr. afgreitt fjárveitingar til skólabygginga, er sú, að umsókn um þessa fjárveitingu var send til rn. í fyrravor, en fylgdi ekki með í gögnum rn. til fjvn. vegna mistaka.

Þá kemur leiðrétting á skiptingu á hækkun fjárveitinga til Landsbókasafns vegna launa- og rekstrarkostnaðar, og hefur sú till. ekki í för með sér neina hækkun á fjárveitingu. — Þá er gerð till. um hækkun á þeim lið fjárveitingar til Þjóðminjasafns, sem ætlaður er til byggðasafna, og hækkar sá liður um 150 þús. kr. í 1340 þús.

Framlag til þjóðgarðsins í Skaftafelli í öræfum er hækkað um 250 þús. kr. í 775 þús., en talið er, að á næstunni þurfi að verja verulegum fjárhæðum til að hæta aðstöðu ferðamanna á þeim stað, áður en stóraukning verður á ferðamannastraumi, þegar vegur hefur verið lagður þangað austur.

Gerð er till. um, að liðurinn Listkynning í skólum, 300 þús. kr., falli niður, en í staðinn komi: Listkynning í skólum og námskeið í listiðnaði, og verði 100 þús. kr. hærri eða alls 400 þús. kr. Hækkunin, 100 þús. kr., er ætluð sem styrkveiting til Sigrúnar Jónsdóttur, til þess að halda námskeið í listvefnaði, en hún hefur notið jafnhás styrks á núgildandi fjárlögum.

Þá flytur fjvn. till. um, að skipting á heiðurslaunum listamanna, 1 925 þús. kr. alls, verði með sama hætti og á núgildandi fjárlögum, sömu upphæðir til hinna sömu í 1 listamanna. — Lagt er til, að veitt verði 1.5 millj. kr. til listahátíðar í Reykjavík á næsta ári, og er sú upphæð ætluð til að greiða hugsanlegan halla á þeirri hátíð.

Á fjárlagafrv. er 400 þús. kr. fjárframlag til Banda

lags ísl. skáta, hjálparsveita. Lagt er til, að framlagið hækki um 150 þús. kr. og hækkunin renni til hjálparsveita skáta í Reykjavík og Hafnarfirði vegna kostnaðar, sem þær sveitir hafa af þjálfun og umsjón með tveim sporhundum, sem þessar deildir hafa keypt frá Englandi.

Barnavinafélagið Sumargjöf hefur kostað starfsemi fóstruskóla í 25 ár, en verulegur halli hefur verið á rekstrinum undanfarin ár, einkum tvö síðustu árin, og er lagt til, að styrkur félagsins hækki úr 800 þús. kr. í 1.5 millj., eða um 700 þús. kr. — Till. er gerð um jafnháan byggingarstyrk til dagheimilis í Kópavogi og er á núgildandi fjárlögum, 125 þús. kr., og um 75 þús. kr. styrk til dagheimilisbyggingar á Seyðisfirði. Enn fremur að rekstrarstyrkur til dagheimila og sumardvalarheimila barna hækki úr 1.5 millj. kr. í 2 millj. En þessi liður er 900 þús. kr. á núgildandi fjárlögum.

Á núgildandi fjárlögum er veittur 350 þús. kr. styrkur til Hlíðardalsskóla í Ölfusi. Lagt er til. að sá styrkur verði hækkaður um 150 þús. kr., í 500 þús.

Þá er till. um þá leiðréttingu, að framlag til heimildarkvikmyndar um sjómennsku verði flutt af menntmrn. á sjútvrn.

Ein brtt. varðar utanrrn., liðurinn Aðstoð við þróunarlöndin hækki um 1.5 millj. í 3 millj., en engin slík fjárveiting er á núgildandi fjárlögum.

Nokkrar brtt. eru fluttar varðandi landbrn. Er þar fyrst lagt til, að launaliður búfjárræktardeildar Rannsóknastofnunar landbúnaðarins hækki um 510 þús. kr. vegna ráðningar sérfræðings í nautgriparannsóknum, en hann hefur starfað þar lausráðinn tvö undanfarin ár. Starfssvið hans er einkum að reyna gildi innlends fóðurs af ýmsum tegundum og af ýmissi verkun. — Lagt er til, að veittar verði 500 þús. kr. á næsta ári vegna kaupa á íbúðarhúsi að Skriðuklaustri. — Þá er lagt til, að launaliður hjá veiðimálaskrifstofu verði hækkaður um 300 þús. kr. og framlag til fiskræktarsjóðs hækki um 500 þús. kr., til þess að standa skil á styrkjum vegna framkvæmda, sem unnar voru, áður en sjóðurinn tók til starfa, en slíkar eftirstöðvar munu nú nema 2 millj. 513 þús. kr. Eftir hækkunina nemur framlag til sjóðsins 2 millj. 300 þús. kr.

Till. eru um framlag til tveggja fyrirhleðslna í viðbót við samþykktir við 2. umr., þ.e. Deildará 30 þús. kr. og Eystri-Rangá 20 þús. kr. — Á Alþ. er til meðferðar frv. til l. um breyt. á lögum um innflutning búfjár. Verði þetta frv. samþ., er ætlunin að hefja innflutning á djúpfrystu nautasæði á næsta ári, og er þá nauðsynlegt að koma á fót sérstakri einangrunarstöð. Lagt er til, að veittar verði 2 millj. kr. til stofn- og rekstrarkostnaðar slíkrar einangrunarstöðvar. — Þá er lagt til, að hækkað verði um 100 þús. kr. framlag til tilraunastöðvar Búnaðarsambands Suðurlands í Laugardælum, en þar fara fram fóðurtilraunir m.a.

Þá eru brtt. varðandi sjútvrn. Þar er lagt til, að launaliður á aðalskrifstofu hækki um 370 þús. kr., svo og að framlag til Fiskifélags Íslands hækki um samtals 550 þús. kr. Annars vegar er þar um að ræða 250 þús. kr. vegna breytinga á skýrslukerfí, en áætlað er, að sú breyting kosti 300–500 þús. kr. á næstu tveim árum, og úrvinnsla fyrir reikningaskrifstofu sjávarútvegsins fari þá fram hjá skýrsluvélum. Hins vegar er um 300 þús. kr. hækkun að ræða á launalið vegna starfa að tilraunum með fiskeldi í sjó. — Við afgreiðslu núgildandi fjárlaga var samþ. sérstakt framlag til Atvinnujöfnunarsjóðs, 10 millj. kr., til verðuppbóta á línufisk, en gildandi hefur verið, að fiskkaupendur hafa greitt 55 aura á hvert kg þorsks, ýsu og löngu, sem fullnægir gæðum 1. verðflokks á tímabilinu 1. jan. til 31. maí og 1. okt. til 31. des., en ríkissjóður hefur greitt 33 aura. Á fjárlagafrv. fyrir árið 1972 var þetta framlag fellt niður, en nú er lagt til, að það verði tekið upp að nýju og hækkað í 20 millj. kr. og verði sérgrein á fjárlögum. — Þá er lagt til, að veittar verði 500 þús. kr. til að tryggja útgerðarfyrirtækjum viðgerðarþjónustu á fiskileitartækjum, en þeim aðilum, sem annazt hafa þessi störf, einkum úti á landi, hefur reynzt æ erfiðara að bera kostnað af því að hafa jafnan fyrir hendi nægilega miklar og fjölbreyttar birgðir af varahlutum.

Þá eru brtt. við dóms- og kirkjumálaráðuneytið. Þar er lagt til, að framlag til sjómælinga og kortagerðar verði hækkað um 300 þús. kr. og framlagið fært á gjaldfærðan stofnkostnað. — Þá er till. um hækkun um 1 millj. kr. á framlagi til umferðarráðs og nemur sá liður þá alls 3 millj., en á núgildandi fjárlögum er fjárveitingin 900 þús. kr. Fjárlagatillögur fyrir stofnunina bárust ekki í tæka tíð í sumar, og því ekki unnt að taka afstöðu til þeirra við gerð fjárlaga.

Þá er lagt til, að útgjaldaliðurinn prestar og prófastar hækki um 510 þús. í 67 millj. 460 þús., og er þá gert ráð fyrir ráðningu prests til Breiðholtssafnaðar. — Enn fremur er lagt til, að framlag til bygginga á prestssetrum hækki um 1 millj. kr. í 5.5 millj. — Gerð er till. um hækkun á framlagi til kirkjubyggingasjóðs um 500 þús. kr., í 4 millj.

Í sundurliðun á fjárveitingum til byggingar sjúkrahúsa, sem samþ. var við 2. umr., er framlag til Reykjavikurborgar 26 millj. kr. Lagt er til, að sú upphæð verði hækkuð um 2 millj.

Fyrir 2. umr. lagði n. fram till. sínar um styrktarfé og ýmis eftirlaun og lækkaði sá liður nokkuð frá því, sem hann var á frv. Við þessa umr. flytur n. eina till. til viðbótar á þessum lið, og varðar hann barnastyrk.

Kem ég þá að brtt. við 6. gr. frv., þar sem lagt er til, að ríkisstj. sé heimilt að ábyrgjast lán að upphæð allt að 2.5 millj. kr. fyrir flugfélagið Erni h.f. á Ísafirði vegna kaupa félagsins á sjúkraflugvél, gegn tryggingum, sem ríkisstj. metur gildar, og að auka hlutafé ríkisins í Slippstöðinni h.f. á Akureyri í 45 millj. kr. og ábyrgjast lán vegna hlutafélagsins allt að 30 millj. kr. Í þskj. stendur allt að 25 millj., en það er prentvilla og verður leiðrétt. Að auka hlutafé ríkisins í Útgerðarfélaginu Þormóði ramma á Siglufirði í 28 millj. kr., en þá er gert ráð fyrir, að hlutafé í heild verði ekki undir 40 millj. Enn fremur að endurgreiða aðflutningsgjöld og söluskatt af dísilrafstöð, sem Rafveita Reyðarfjarðar hefur fest kaup á hjá Fosskraft h.f., endurgreiða aðflutningsgjöld og söluskatt af vélum og tækjum til væntanlegrar virkjunar í Blævardalsá í Nauteyrarhreppi og ábyrgjast greiðslu á skuldum Síldarverksmiðja ríkisins á árunum 1973–1976, allt að 87 millj. kr. Að ábyrgjast allt að 10 millj. kr. lán fyrir byggingarsjóð Rannsóknastofnana sjávartútvegsins vegna byggingarframkvæmda að Skúlagötu 4. Að taka við skuldabréfi til 6 ára að fjárhæð allt að 4 millj. kr. sem greiðslu á aðflutningsgjöldum og söluskatti af prentvélum Blaðprents h.f. Að verja söluandvirði eigna Vegagerðar ríkisins til áframhaldandi byggingar nýs áhaldahúss á Akureyri. Að taka að sér greiðslur skulda Síldarverksmiðjunnar Rauðku og gefa Siglufjarðarkaupstað eftir þá fjárhæð, þó eigi yfir 24 millj. kr. Að taka allt að 7 millj. kr. lán til byggingar vörugeymslu Skipaútgerðar ríkisins í Reykjavík. Að ákveða, að Landssíminn innheimti ekki stofngjöld og afnotagjöld síma árið 1972 hjá allt að 25 fötluðum mönnum eftir tilnefningu Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra. Að ábyrgjast allt að 12 millj. kr. lán vegna byggingar vinnu- og dvalarheimilis Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra við Hátún 12 í Reykjavík, gegn tryggingum, sem ríkisstj. metur gildar. Að ábyrgjast allt að 80% af kaupverði skuttogara samkv. nánari reglum, sem ríkisstj. setur. Að greiða allt að 20 millj. kr. vegna rekstrar togara á árinu 1971 samkv. reglum, sem ríkisstj. setur. Í þessum lið er prentvilla. Þar stendur að afla allt að 20 millj. kr., en á að vera að greiða, og verður það leiðrétt. AS ábyrgjast allt að 6 millj. kr. lán til Norðurflugs á Akureyri til kaupa á flugvél til sjúkraflugs gegn tryggingum, sem ríkisstj. metur gildar. Að endurgreiða þinglýsingar- og stimpilgjöld af lánsskjölum, sem gefin verða út í sambandi við togara þá, sem samið hefur verið um smíði á erlendis, eftir nánari ákvörðun fjmrn. Að endurgreiða aðflutningsgjöld af tækjum í sambandi við notkun lyfja fyrir sykursjúka og nauðsynlegum fæðutegundum fyrir slíka sjúklinga, samkv. nánari ákvörðun fjmrn. Og að endurgreiða söluskatt og aðflutningsgjöld af vélum og tækjum vegna væntanlegrar virkjunar Rafveitu Reykjarfjarðarhrepps í Norður- Ísafjarðarsýslu.

Kem ég þá að tekjuhlið frv„ en eins og ég hef áður sagt, flytur meiri hl. n. á þskj. 244 brtt. við tekjuhliðina og till., sem leiðir af þeim. Eftir 2. umr. um fjárlagafrv. komu á fund fjvn. þeir Jón Sigurðsson hagrannsóknarstjóri og fulltrúi hans, Ólafur Davíðsson hagfræðingur, og gerðu n. rækilega grein fyrir annars vegar þeim grundvelli, sem lá til áætlana um tekjur ríkissjóðs á fjárlagafrv., þegar það var lagt fram í upphafi þings, og hins vegar grundvelli að nýrri tekjuáætlun, sem byggð er á nýjum frv., sem hæstv. ríkisstj. hefur lagt fram um tekju- og eignarskatt og um tekjustofna sveitarfélaga. Við samanburð milli þessara tveggja áætlana ber að sjálfsögðu að hafa í huga, að hækkun áætlunar um tekjur ríkissjóðs hyggist fyrst og fremst á því, að áætlun samkv. nýju skattakerfi er ný og miðuð við þær upplýsingar, sem nú liggja fyrir um verðlag og kaupgjald, en fyrri áætlun, sú, sem er í fjárlagafrv., var gerð án þeirra forsendna, sem nú liggja fyrir í því efni. Eldri áætlun, sú, sem tekjuhlið fjárlagafrv. byggðist á, var miðuð við reynslu fyrstu 6 mánuði þessa árs og spá um síðari 6 mánuðina. Þær meginforsendur, sem á var byggt varðandi næsta ár, voru í fyrsta lagi, að verðstöðvun héldi áfram, í öðru lagi, engin áhrif voru áætluð vegna nýrra kjarasamninga og í þriðja lagi, byggt var á gildandi skattalögum að öðru leyti en því, að við áætlun á eignarskatti og tekjuskatti félaga var ekki miðað við þær breytingar á skattalögum frá í vor, sem áttu að koma til framkvæmda við skattlagningu næsta ár, heldur var í því efni miðað við sömu reglur og gilda við skattlagningu 1971. En talið var, að þær reglur, sem hefðu átt að koma til framkvæmda næsta ár samkv. lögunum frá í vor, hefðu lækkað eignarskatt niður í innan við 20 millj. kr. Þetta voru forsendurnar fyrir tekjuáætlun fjárlagafrv., eins og það var lagt fram í byrjun okt. Hin nýja tekjuáætlun ríkissjóðs er hins vegar byggð á eftirfarandi forsendum:

1. Meiri reynslu af innheimtu tekna ríkissjóðs á þessu ári, þ.e. raunverulegum tölum til nóvemberloka, en í fyrri áætlun, þeirri, sem frv. byggir á, var aðeins stuðzt við spá um 6 síðustu mánuði þessa árs, og er þar með eytt verulegri óvissu í spá, sem af eðlilegum orsökum varð að byggja á við gerð fjárlagafrv.

2. Tekjuáætlun nú er byggð á nýjum efnahagsforsendum, þar sem mestu valda til breytinga nýir kjarasamningar. Áhrif þeirra eru erfiðasta matsatriðið, en talið er, að kjarasamningarnir taki til um 50% af launþegum og síðar um 65%.

Þá er tekjuáætlun ríkissjóðs í fyrsta lagi byggð á ákvæðum þeirra skattalagafrv., sem lögð hafa verið fram hér á hv. Alþ. í sambandi við áhrifin af nýjum efnahagsforsendum eru, að dómi þeirra, sem tekjuáætlunina hafa gert, sérstaklega vandmetin áhrif kjarasamninganna, annars vegar vegna óvissunnar um áhrif styttingar vinnutímans, þ.e. að hve miklu leyti verður um raunverulega vinnutímastyttingu að ræða og að hve miklu leyti um hækkun launagreiðslna, og hins vegar eru vandmetin áhrif kjarasamninganna á verðlagsþróunina. Tekjutölur í nýrri áætlun eru miðaðar við, að þessi áhrif öll séu metin varlega, og þá ekki talið eðlilegt að miða áætlunina við ýtrustu áhrif, sem valda mundu um leið verulegum hallarekstri þjóðarbúsins í utanríkisviðskiptum. Gert er ráð fyrir, að verðmæti útflutningsframleiðslunnar aukist um 8%, þar af sjávarvöruframleiðsla um 51/2%. Þjónustuútflutningur er talinn munu aukast um 6.3% og útflutningsverðmæti í heild um rúmlega 10%. Áætluð er aðeins 11/2% aukning fjármunamyndunar í heild, en 10%, ef frá er talinn innflutningur skipa og flugvéla, um 12% aukning einkaneyzlu. Þá er gert ráð fyrir, að almennur vöruinnflutningur aukist að verðmæti um 20%, og hefur þá verið gert ráð fyrir erlendri verðhækkun um 3–4%. Þessar spár um þróun eftirspurnar fela í sér um 11% aukningu almennrar innlendrar verðmætaráðstöfunar, 6–7% aukningu þjóðarframleiðslu og um 6% aukningu þjóðartekna.

Ég hef þá í örstuttu máli gert nokkra grein fyrir þeim mismunandi forsendum, sem annars vegar er um að ræða varðandi tekjuáætlun fjárlagafrv. og hins vegar tekjuáætlun samkv. þeim brtt., sem meiri hl. fjvn. flytur á þskj. 244, og skal ég nú rekja þær hverja fyrir sig með nokkrum frekari skýringum, þar sem þörf er á.

Lagt er til, að liðurinn almannatryggingagjald, 654 millj. 900 þús., verði orðaður svo: Almannatryggingagjald, eftirstöðvar, 110 millj. Samkv. þeim frv., sem lögð hafa verið fram, er gert ráð fyrir, að felldur verði niður persónuskattur til almannatrygginga, eftirstöðvar almannatryggingagjalds eru áætlaðar í árslok 1971 157 millj. kr., og er hér gert ráð fyrir, að af því innheimtist á næsta ári 110 millj. kr., og er sú áætlun byggð á reynslu af innheimtu á eftirstöðvum áður.

Eignarskattur einstaklinga. Gert er ráð fyrir lækkun um 20 millj. 30 þús. kr. frá frv., en liðurinn verði 106 millj. 600 þús. samkv. skattalagafrv. Byggingarsjóðsgjald af eignarskatti einstaklinga lækkar samkv. því um 200 þús. kr. í 1 millj. 66 þús. — Eignarskattur félaga hækkar um 67.4 millj. í 117.8 millj. samkv. nýju skattalagafrv. En á hinn bóginn eiga eignaútsvör að falla niður. Byggingarsjóðsgjald af eignarskatti félaga hækkar í samræmi við þetta um 674 þús. kr. í 1 millj. 178 þús. — Erfðafjárskattur hækkar um 15 millj. kr. í 25 millj. samkv. frv. um erfðafjárskatt, sem lagt var fram í haust. Talið er, að erfðafjárskattur, sem á fjárlagafrv. var áætlaður 10 millj. kr., muni á þessu ári nema um 15 millj. — Gert er ráð fyrir, að tekjuskattur einstaklinga hækki um 1 208 millj. 880 þús. og verði 2 677 millj. kr. samkv. því frv. um tekju- og eignarskatt, sem nú liggur fyrir Alþ. Í sambandi við áætlun um tekjuskatt samkv. því frv. er gert ráð fyrir óbreyttri skilgreiningu á nettótekjum, en 211/2% hækkun á meðalnettótekjum á milli áranna 1970 og 1971 og 2% fjölgun gjaldenda. Hér er um innheimtutölu að ræða, og byggt á reynslu síðustu tveggja ára. Í sambandi við innheimtu á fyrri eftirstöðvum, sem er hluti af innkomnum tekjuskatti, ber þess að gæta, að þar er um innheimtu af grennri stofni að ræða, innheimtu af lægri tekjuskatti. Byggingarsjóðsgjald af tekjuskatti einstaklinga hækkar samhliða um 12 millj. 89 þús. kr. — Tekjuskattur félaga hækkar um 237 millj. 920 þús. í 450 millj. Óvissan í áætlun um þennan skatt er einkum vegna fyrningar, en talið er, að stofn skattsins rýrni um 380 millj. kr. vegna nýrra fyrningarreglna. Byggingarsjóðsgjald af tekjuskatti félaga hækkar samhliða um 2 millj. 379 þús.

Liðurinn aðflutningsgjöld hækkar um 378 millj. 800 þús. Þar af er hækkun til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 19 millj. og hækkun aðflutningsgjalda, sem renna í ríkissjóð, þá 359 millj. 800 þús. kr. og nemur upphæð aðflutningsgjalda til ríkissjóðs þá samkv. því 4 423 millj. 200 þús. kr. Til nóvemberloka hafa tekjur ríkissjóðs af aðflutningsgjöldum numið 3 340 millj. kr., en í fyrri áætlun um áríð 1971 var talið, að tekjur af aðflutningsgjöldum mundu nema 3 687 millj. kr. allt árið. Gert er ráð fyrir, að innflutningur aukist um 20% í krónutölu á næsta ári, en tollahlutfall lækki úr 24.4% í 24% vegna minni innflutnings á bifreiðum. Í fjárlagafrv. var gert ráð fyrir, að tollahlutfallið yrði 23.3%, en miðað við reynslu síðan frv. var samið er talið eðlilegt að áætla tollaprósentuna 24%. — Liðurinn aðflutningsgjöld af sjónvarpstækjum er hækkaður um 2 millj. 200 þús. í 21 millj. 200 þús. — Byggingariðnaðarsjóðsgjald, sem rennur til Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins er hækkað um 200 þús. í 5.2 millj. — Áætlun um tollstöðvargjald er hækkuð um 1 millj. 911 þús. og byggingarsjóðsgjald af innflutningi um sömu upphæð. — Innflutningsgjald af bensíni um 18.2 millj. - Gúmmígjald lækkar um 1 millj. vegna áætlunar um minni innflutning bifreiða. — Gjald af innlendum tollvörutegundum hækkar um 4.8 millj. og sælgætisgjald hækkar um 290 þús. — Flöskugjald hækkar um 2.2 millj. kr., en álgjald lækkar um 2 millj. 885 þús.

Er þá komið að söluskatti, en gert er ráð fyrir, að söluskattur hækki brúttó um 962.3 millj. kr., þar af hluti sveitarfélaga um 77 millj. kr. og hluti ríkissjóðs hækki þá um 885.3 millj. kr. Við gerð fjárlagafrv. í sumar var áætlað, að ársinnheimta 1971 yrði 3 246 millj., og er áætlun fyrir 1972 við það miðuð. Miðað við þær upplýsingar um innheimtu, sem nú liggja fyrir, ætti söluskattshluti ríkissjóðs fyrir árið 1972 að óbreyttu að áætlast 3 616 millj., en við það bætist í fyrsta lagi 380 millj. kr., vegna þess að áformað er að flýta innheimtu söluskatts um einn mánuð á síðari hluta næsta árs, í öðru lagi, 90 millj. kr. vegna þess að gert er ráð fyrir, að greiddur verði söluskattur af þjónustu Pósts og sima, og mun verða flutt frv. um breyt. á lögum um söluskatt í samræmi við það, og í þriðja lagi nemur áætluð hækkun vegna verðbreytinga o.fl. 293 millj. kr., og samtals nemur þá áætlaður söluskattshluti ríkissjóðs 4 379 millj. kr. á næsta ári. Í sambandi við ákvörðun um greiðslu söluskatts af þjónustu Pósts og síma skal það tekið fram, að ekki er ráðgert, að söluskatturinn komi fram í hækkun á gjaldskrám, og samkv. því verður sú breyting gerð í B-hluta fjárlagafrv., að 90 millj. kr. færast til hækkunar á liðnum önnur rekstrargjöld, sem verða þá 264 millj. 844 þús., en liðurinn fjárfestingar lækkar að sama skapi og verður 229 millj. 51 þús., en er á núgildandi fjárlögum 170 millj. kr. Ég get þess hér sérstaklega, vegna þess að ekki er venja að flytja sérstakar brtt. við B-hluta frv., sem leiðir af ákvörðunum varðandi A- hlutann. En í 3. brtt., a-lið, á þskj. 244 felst m.a. 90 millj. kr. hækkun vegna söluskattsgreiðslu Pósts og síma, og hún leiðir til fyrrgreindrar breytingar á viðkomandi liðum í B-hluta. — Liðurinn launaskattur hækkar um 97 millj. 890 þús. vegna hækkunar á skattstofni og rekstrarhagnaður Áfengis- og tóbaksverzlunar ríkisins hækkar um 240 millj. kr. vegna hækkunar á útsöluverði og vegna áætlaðra áhrifa af launahækkunum. — Gjald af seldum vindlingum hækkar um 300 þús. kr. og af seldum eldspýtum um 30 þús. — Síldargjald lækkar um 130 þús. kr. Ferskfiskmatsgjald hækkar um 1 millj. og hluti útflutningsgjalds af sjávarafurðum hækkar um 200 þús. — Sérleyfisgjald hækkar um 150 þús. og gjald af eyðublöðum heillaskeyta um 10 þús. kr.

Stimpilgjald hækkar um 18 millj. í 180 millj., en talið er, að í ár muni þau nema um 150 millj. kr. Á þskj. 244, 4. till. a, er prentvilla, þar sem sagt er, að stimpilgjald hækki úr 16 200 kr. í 180 millj., en á að standa úr 162 millj. í 180 millj. — Áætlun um aukatekjur er lækkuð um 1 millj., áætlun um þinglýsingar hækkuð um 7 millj. í 62 millj. — Tekjur af bifreiðaskatti hækka um 4.8 millj. í 211.5 millj. og af skrásetningargjaldi bifreiða um 100 þús. kr. — Vitagjald hækkar um 100 þús. kr., skipaskoðunargjald lækkar um 200 þús., hluti af umboðsþóknun og gengismun gjaldeyrisbankanna hækkar um 4.3 millj., leyfisgjald hækkar um 1 850 þús., einkaleyfisgjald frá Happdrætti Háskóla Íslands hækkar um 1 millj. 100 þús. kr., en það gjald rennur til byggingarsjóðs rannsókna í þágu atvinnuveganna. Prófgjald bifreiðastjóra hækkar um 60 þús.

Þar sem hér eru gerðar till. um breytingar á tekjum af ýmsum mörkuðum tekjustofnum, eru jafnframt gerðar till. um breytingar á framlögum til viðtakenda í samræmi við það, þ.e. framlag til Byggðasjóðs lækki um 2 millj. 885 þús. vegna lækkunar álgjalds, framlag til byggingarsjóðs rannsókna í þágu atvinnuveganna lækki um 1.1 millj., framlag vegna hækkunar tekna af einkaleyfisgjaldi frá Háskóla Íslands og framlag til ríkisútvarps, sjónvarps, aðflutningsgjöld hækki um 2.2 millj. Framlög til Menningarsjóðs hækki um 260 þús., til Félagsheimilasjóðs hækki um 110 þús., til Íþróttasambands Íslands hækki um 70 þús., til Landgræðslusjóðs hækki um 90 þús. og til byggingar rannsóknastofnana sjávarútvegsins hækki um 180 þús. — Þá kemur nýr liður í samræmi við ákvarðanir ríkisstj. um breytingu á verkefnaskiptingu ríkis og sveitarfélaga samhliða skattafrv. Það er vegna yfirtöku ríkisins á lögreglukostnaði sveitarfélaga, nýr liður, 150 millj. kr. — Framlag til Húsnæðismálastofnunar ríkisins hækkar um 57 millj. 253 þús. í 470 millj. 294 þús. vegna hækkaðra tekna af eignarskatti og launaskatti. — Framlag til Erfðafjársjóðs hækkar um 15 millj., framlag til Styrktarsjóðs fatlaðra um 217 þús. vegna hækkunar tekna af sælgætisgjaldi. - Framlag til Styrktarsjóðs vangefinna um 1 650 þús. vegna hækkunar tekna af flöskugjaldi. —Framlag til aðstoðar við blinda hækkar um 73 þús. kr. vegna hækkunar á tekjum af sælgætisgjaldi og framlag til Slysavarnafélags Íslands hækkar um 70 þús. kr. vegna hækkunar tekna af seldum vindlingum. Framlag til Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra hækkar um 30 þús. vegna hækkunar tekna af gjaldi af seldum eldspýtum.

Þá er gerð till. um, að framlag ríkissjóðs til Tryggingastofnunar ríkisins hækki um 1 727 millj. í 5 522 millj. 200 þús. kr. Þessi hækkun framlags til Tryggingastofnunar ríkisins sundurliðast þannig: Lífeyristryggingar vegna yfirtöku frá sveitarfélögum 380 millj. Vegna væntanlegra lagabreytinga og hækkunar í samræmi við launahækkanir 514 millj. Sjúkratryggingar vegna yfirtöku frá sveitarfélögum 253 millj., vegna yfirtöku á kostnaðarhlutdeild einstaklinga 513 millj., vegna áætlana um hækkun daggjalda 67 millj. eða samtals 1 727 millj. Að auki lækka tekjur af almannatryggingagjaldi á tekjuhlið frv. um 544.9 millj. kr., þannig að ríkissjóður ber í heild kostnaðarauka, sem nemur 2 271 millj. 900 þús. kr. Hluti af hækkun á sjúkratryggingum stafar af þeirri ákvörðun að fjölga starfsliði á sjúkrahúsum ríkisins, sem ég gat um við 2. umr. um fjárlagafrv., en gert er ráð fyrir aukningu starfsliðs á Kleppsspítala á næsta ári um 38 manns og kostnaðarauka 8 millj. kr. og hjá öðrum sjúkrahúsum ríkisins um 15 starfsmenn, þ. á m. sérlærðir læknar, og er kostnaðarauki af því 5 millj. á næsta ári. Þessi kostnaðarauki í rekstri sjúkrahúsanna kemur þannig fram gjaldainneign á framlagi til Tryggingastofnunar ríkisins vegna sjúkratrygginga, en hefur jafnhliða í för með sér röskun í B-hluta í hækkun launakostnaðar hjá hverju einstöku sjúkrahúsi og verða þær breytingar gerðar í samræmi við lista, sem lagður hefur verið fyrir fjvn., þar sem greint var frá starfsmannaaukningu og kostnaðaraukningu hjá hverju sjúkrahúsi, en eins og ég hef áður greint frá, er ekki venja að flytja brtt. við B- hluta, ef þær leiðir af brtt., sem gerðar eru við A- hluta. Gert er ráð fyrir, að kostnaðarauki vegna fjölgunar í starfsliði sjúkrahúsanna nemi á ársgrundvelli 20 milljónum króna.

Þá er till. um hækkun framlags til Hjartaverndar um 550 þús. kr. vegna hækkunar tekna af flöskugjaldi. Framlag til Krabbameinsfélags Íslands hækkar um 80 þús. kr. og framlag til tollstöðva hækkar um 1 millj. 920 þús. Þá er lagt til í till. meiri hl. fjvn., að samþykktur verði nýr liður til verðlagsuppbóta o.fl., 250 millj. kr., en upphæð þessi er í samræmi við áætlað meðaltal kaupgjaldsvísitölu 1972. — Liðurinn vegagerð, viðhald hækkar um 22 millj. kr. vegna hækkunar á innflutningsgjöldum af bensíni og bifreiðaskatti. — Framlag til sérleyfissjóðs hækkar um 150 þús. kr. og þá er lagt til, að niðurgreiðslur á vöruverði lækki um 450 millj. og verði 1 185 millj. 400 þús. kr.

Hef ég þá greint frá öllum till. fjvn. á þskj. 243 og brtt. meiri hl. n. á þskj. 244. Auk þess liggur fyrir till. frá samvn. samgm. um hækkun á framlagi til flóabáta og vöruflutninga um 5 millj. 295 þús. kr. Þessar till. fela í sér eftirfarandi breytingar:

Brtt. fjvn. á þskj. 243, hækkun samtals 44 millj. 15 þús. kr. Hækkun á framlagi til flóabáta og vöruflutninga samkv. till. samvn. samgm. 5 millj. 295 þús. kr. Útgjöld í samræmi við breytingar á mörkuðum tekjustofnum í brtt. meiri hl. fjvn. á þskj. 244 100 millj. 9 þús. kr. Hækkun á framlagi til Tryggingastofnunar ríkisins samkv. till. meiri hl. fjvn. 1 727 millj. Hækkun á löggæzlukostnaði 150 millj. kr. Verðlagsuppbót á laun 250 millj. og hækkunartillögur þá samtals 2 276 millj. 319 þús. Frá dregst samkv. till. meiri hl. fjvn. lækkun niðurgreiðslna 450 millj. og nettóhækkun útgjalda við 3. umr. samkv. þessum till. 1 826 millj. 319 þús. Sé þessari upphæð hætt við niðurstöðutölur rekstrarútgjalda ríkissjóðs eftir 2. umr., 14 milljarða 709 millj. 718 þús., nema rekstrargjöld að samþykktum þessum brtt. á þskj. 243 og 224 og till. samvn. samgm., 16 milljörðum 536 millj. 37 þús. og greiðsluyfirlit ríkissjóðs yrði þá þannig:

Gjöld 16 536 millj. 37 þús. kr.

Tekjur 16 898 millj. 872 þús. kr.

Tekjur umfram gjöld 362 millj. 835 þús.

Lánahreyfingar út 265 millj. 666 þús. kr.

Lánahreyfingar inn 3 millj. 800 þús. kr.

Mismunur lánahreyfinga 261 millj. 866 þús.

Greiðslujöfnuður ríkissjóðs yrði þá á rekstrarreikningi 362 millj. 835 þús., á lánahreyfingum 261 millj. 866 þús. og greiðsluafgangur samkv. þessu 100 millj. 969 þús. kr.

Ég vil leggja áherzlu á það, sem ég greindi frá fyrr í ræðu minni, að hafa verður í huga, að till. um hækkun á áætlunum um tekjur ríkissjóðs frá fjárlagafrv. byggjast fyrst og fremst á því, að hér er um að ræða nýja áætlun, áætlun, sem gerð er eftir að unnt er að sjá niðurstöður um ýmis þau grundvallaratriði í þjóðarbúskapnum í dag, sem liggja til grundvallar áætlun fyrir næsta ár, en varð að spá algerlega um við samningu fjárlagafrv. Enn fremur eru nú komnar fram launahækkanir, sem ekki var gerð tilraun til að spá um við gerð fjárlagafrv. og komu á engan hátt inn í áætlun þá, sem tekjuliðir fjárlagafrv. voru byggðir á.

Þá er nú enn fremur gert ráð fyrir hækkun á söluskattstekjum á næsta ári vegna fjölgunar á gjalddögum og auk þess gert ráð fyrir tekjuauka ríkissjóðs af söluskatti af þjónustu Pósts og síma, 90 millj. kr., sem ekki á að koma fram í hækkun gjaldskrár. Sú hækkun, sem fram yfir þetta er, kemur nú fram með breytingu á skattalögum til þess að fá inn í ríkissjóð tekjur á móti skattheimtu, sem felld er niður hjá ríkissjóði, svo sem almannatryggingagjald einstaklinga, eða til að standa straum af öðrum útgjöldum, sem ríkissjóður tekur við af bæjarfélögum og sveitarfélögum og þau hafa áður séð fyrir með skattheimtu, sem nú lækkar hjá þeim að sama skapi. Ég hef ekki hugsað mér að blanda mér í deilur um skattalagafrv. hæstv. ríkisstj. við þessar umr. um fjárlög, en ég vil þó láta koma fram, að mér þykir ærið blekkjandi, svo að ekki sé meira sagt, málflutningur stjórnarandstæðinga, þegar þeir reyna að skýra hækkun á tekjuhlið fjárlagafrv. með áhrifum af því, að hin nýja uppsetning tekjuhliðar er miðuð við framlögð frv. um tekju- og eignarskatt og tekjustofna sveitarfélaga. Þessum aðilum er að sjálfsögðu mætavel ljóst, að aðalástæðan fyrir hækkun á niðurstöðutölum tekjuhliðar er sú, sem ég var áðan að gera grein fyrir og felur ekki í sér nýjar skattaálögur. Á tekjustofnum á fjárlagafrv. hafa ekki orðið neinar breytingar, sem kalla mætti taxtabreytingar nema á tekjuskatti og eignarskatti. Söluskattsprósenta er óbreytt, tollaprósentur eru óbreyttar. En hækkun tekjuskatts er um 1 461 millj. kr., hækkun eignarskatts miðað við sambærilegan grundvöll er um 63 millj. og lækkun niðurgreiðslna er um 450 millj. kr., og samtals eru þetta 1 974 millj. kr. og þetta eru þær einu breytingar, sem stafa ekki af endurskoðaðri áætlun á sama grunni og áður, eins og á við um aðra skattstofna. En hverju er létt af í staðinn fyrir þessar 1 974 millj., sem þessir liðir hækka um? Lífeyristryggingum frá sveitarfélögum um 380 millj., sjúkratryggingum frá sveitarfélögum 253 millj., löggæzlu frá sveitarfélögum 150 millj. Samtals af sveitarfélögunum, sem ætti að koma fram í lækkuðum sköttum hjá þeim, 783 millj. kr. og þar til viðbótar: persónuiðgjöldum til almannatrygginga 655 millj., sjúkrasamlagsiðgjöldum einstaklinga 513 millj. eða samtals 1 951 millj., sem ríkissjóður greiðir nú í fyrsta sinn, en hækkun tekjuskatts, lækkun niðurgreiðslna og hækkun eignarskatts nam 1 974 millj. Mismunurinn er um 23 millj. og er þá miðað við almannatryggingagjald og sjúkrasamlagsgjald, eins og þau voru áætluð við samningu frv., en þau mundu að sjálfsögðu verða miklu hærri á næsta ári. Allar staðhæfingar um aukna skattheimtu vegna afgreiðslu fjárlaga nú eða í sambandi við ný frv. um tekju- og eignarskatt og tekjustofna sveitarfélaga eru því fjarri öllum sanni, ef lagður er sá skilningur í skattahækkun, að um þurfi að vera að ræða hækkun á skattgrundvelli, skattaprósentum. Að sjálfsögðu mun gerast hið sama og áður, að við hærri tekjur greiðist hærri krónutala skatta og við aukna veltu eru greiddar hærri upphæðir, hærri heildarveltuskattar svo sem söluskattur og tollar, en hitt er hrein blekking að halda því fram, að frv. um tekju- og eignarskatt eða afgreiðsla fjárlagafrv. nú valdi meiri raunverulegri skattheimtu en áður, þegar haft er í huga, að skattar til sveitarfélaga eiga að lækka samkv. frv. um tekjustofna sveitarfélaga til jafns við þá útgjaldaliði, sem ríkið tekur nú við af sveitarfélögunum.