11.04.1972
Sameinað þing: 55. fundur, 92. löggjafarþing.
Sjá dálk 1237 í D-deild Alþingistíðinda. (4993)

206. mál, varnir gegn sígarettureykingum

Fyrirspyrjandi (Jón Skaftason):

Herra forseti. 2. marz 1971 var þál. um varnir gegn sígarettureykingum samþykkt samhljóða. Ályktunin hljóðar þannig, með leyfin forseta:

„Alþingi ályktar að skora á ríkisstj., að eftirfarandi ráðstafanir verði gerðar til þess að draga úr tóbaksreykingum, og þá sérstaklega sígarettureykingum:

I. Víðtæk upplýsingastarfsemi um skaðvænlegar afleiðingar sígarettureykinga verði hafin í dagblöðum, hljóð- og sjónvarpi. Höfuðáherzla verði lögð á þær skyldur, sem foreldrar og kennarar hafa.

II. Í skólum verði hafin reglubundin kennsla um heilsufarslegar hættur sígarettureykinga.

III. Regluleg fræðsluerindi (námskeið) verði haldin fyrir kennara og kennaraefni um þessi mál.

IV. Athugaðir verði möguleikar á að stofna „opnar deildir“ (poliklinik), sem stjórnað sé af sérfróðum læknum, og þar geti reykingamenn fengið aðstoð til þess að hætta reykingum.

V. Stofnað verði ráð lækna og leikra, sem hafi eftirfarandi hlutverk:

a) Að safna upplýsingum um, hversu víðtækar reykingar séu t.d. meðal skólabarna og unglinga.

b) Að stjórna vísindalegum rannsóknum um áhrif reykinga.

c) Að vera yfirvöldum til ráðuneytis um þessi mál. Kostnaður við starfsemi ráðsins verði greiddur úr ríkissjóði.“

Á þskj. 398 hef ég leyft mér að bera fram svofellda fsp. til heilbr.- og trmrh. út af þessari þál.:

Hvað hefur verið gert til þess að hrinda í framkvæmd samþykkt Alþingis frá 2, marz 1971 um varnir gegn sígarettureykingum?