20.12.1971
Sameinað þing: 27. fundur, 92. löggjafarþing.
Sjá dálk 671 í B-deild Alþingistíðinda. (500)

1. mál, fjárlög 1972

Frsm. samvn. samgm. (Björn Pálsson):

Herra forseti. Að vanda höfðum við með höndum úthlutun á styrkjum til hinna minni báta, sem inna af höndum strandferðir. Við unnum að þessu í samvn. samgm. Fyrir lágu umsóknir frá þeim bátum, sem hafa fengið styrk undanfarið, nema einum bát á Breiðafirði, sem virðist vera samkomulag um, að hætti að starfa, og m.s. Baldur tekur að sér að annast hans hlutverk í framtíðinni. Sú venja hefur skapazt undanfarin ár að veita allmörgum snjóbílum smástyrki. Við gátum ekki annað en fallizt á, að þeirri stefnu væri fylgt áfram. Það liggur m.a. í því, að þessi héruð mörg eru illa sett með læknishjálp, og ég geri ráð fyrir, að upphaflega hafi verið gengið inn á þetta til þess að tryggja öryggi fólksins, sem býr á þessum stöðum. Þessum umsóknum hefur farið fjölgandi, og þegar byrjað er að veita þessa styrki, er erfitt að veita einum snjóbíl styrk, en neita öðrum. Eðlilega má um þetta deila. Þessi héruð eru misjafnlega vel sett. T.d. leggjum við til, að veittur verði styrkur til snjóbíls á Akureyri. Akureyri er vitanlega betur sett hvað læknisþjónustu snertir en flestir aðrir staðir úti á landi, en vitanlega getur komið fyrir í því byggðarlagi, að það sé mikill snjór, að erfitt sé að koma sjúklingum til læknis með öðru móti en með snjóbíl, og það er dálítið örðugt að neita einum, þegar öðrum er veitt. Þetta eru yfirleitt ekki stórar upphæðir, víða um 100 þús. kr., og ekkert líkt, hvað það er ódýrara að veita einstaklingum eða sveitarfélögum slíkan styrk en annast um rekstur slíkra bifreiða fyrir ríkið, ef það ætti sjálft að eiga þær.

Við höfum lagt fram nál. sundurliðað. Ef menn hafa áhuga á að lesa grg., þá geta þeir það. Ég sé ekki ástæðu til að ég fari að þreyta hv. þm. með því að halda ræður um hverja einstaka fjárveitingu og hverja einstaka bifreið, sem veitt er til. Það er drepíð á þetta allt í grg., sundurliðunina getið þið séð þar. En ég vil fara nokkrum orðum um rekstur stærstu bátanna, vegna þess að til þeirra ganga aðalupphæðirnar.

Það er þannig, að þó að við komum saman, nm., þá höfum við ekki vald til að hlutast mikið til um rekstur þessara báta. Þess vegna hlýtur það að vera fyrst og fremst á valdi fjmrh. eða hans rn. Þessir styrkir hafa stöðugt farið hækkandi og satt að segja hef ég trú á, að það mætti koma slíkum rekstri fyrir á hagkvæmarí hátt en verið hefur. Ég hef heyrt, að það hafi verið nefnd starfandi til þess að athuga um rekstur Breiðafjarðarbáts og Akraborgar, sem rekin er hér á Faxaflóa, en álit þeirrar nefndar hef ég ekki séð og hef ástæðu til að ætla, að það hafi ekki skipt mjög miklu máli, sem hún hefur lagt til. A.m.k. hafa engar ráðstafanir verið gerðar til að gera þennan rekstur ódýrari. Aðalupphæðirnar fara til fjögurra báta. Hæstu upphæðirnar fara til Baldurs á Breiðafirði og Akraborgar hér á Faxaflóa. Svo hefur verið styrktur Djúpbáturinn og Drangur fyrir Norðurlandi.

Um Djúpbátinn vil ég segja það, að hann hefur verið rekinn á sérstaklega hagkvæman hátt. Skuldir hvíla nú mjög litlar á honum og reksturinn virðist hafa nokkurn veginn borið sig. Farið var fram á hækkun rekstrarstyrks til þess báts. Ég hélt því fram, að hann mundi komast af án þess að fá þessa hækkun, þó að það sé engan veginn tryggt, en aðrir héldu því fram, að það væri illt að refsa þeim, sem beztan rekstur hefði með því að hækka ekki styrkinn við hann, þegar hinir fengju hækkun. Um þetta má deila. Á bátnum hvíla sáralitlar skuldir, eitthvað 1 680 þús. kr., og rekstrarhalli var fyrir árið 1970 reiknaður aðeins 13 þús. kr. Allt reikningshald og rekstur á þeim bát virðist vera til fyrirmyndar.

Það var breytt um eignaraðild á Drang, þannig að ríkið á mikið í honum og bæjarfélögin nokkuð. Við veittum til hans nú 3 millj. og var það 600 þús. kr. hækkun. Farið var fram á meiri styrk, en þetta varð ofan á.

Við leggjum til, að Akraborginni séu veittar 5.2 millj. kr. í styrk. Þetta skip er eingöngu rekið vegna fólksflutninga milli Akraness og Reykjavikur. Ég hef alltaf verið á þeirri skoðun, að þetta væri óhagkvæmur og dýr rekstur, en þeir hafa duglega þm, fyrir sig, Vestlendingar, og standa allvel að vígi í fjmrn., eins og sakir standa, þannig að þessi skoðun mín hefur alltaf átt erfitt uppdráttar. Sannleikurinn er sá, að tekjurnar eru nær eingöngu fargjöld, en þær eru reiknaðar 7 millj. 572 þús. kr. Fargjöldin eru reiknuð það. Farmgjöld, og það er pósturinn sérstaklega, eru aðeins 867 þús. kr. Ég hef átt tal um þetta við Guðjón Teitsson og hann telur, að það séu sama og engir vöruflutningar með þessu skipi. Hér er því um að ræða skip til fólksflutninga milli Akraness og Reykjavíkur. Það er nú þannig með okkur Húnvetninga, að við eigum lengra að fara og höfum aldrei farið fram á að fá neinn ríkisstyrk til þess að flytja okkur á milli höfuðstaðarins og Húnavatnssýslu. Það horfir dálítið öðru vísi við með styrki hjá illa settum og fjarlægum héruðum, m.a. með snjóbifreiðar, þegar ekki er hægt að inna sómasamlega læknisþjónustu af hendi af ríkisins hálfu, og sömuleiðis með illa sett svæði eins og Austfirði og Vestfirði. Þar er þetta nauðsynlegt vegna vöruflutninganna, en þarna er eingöngu styrkur til þess að flytja fólk á milli staða. Mín skoðun er sú, að það sé ódýrara fyrir fólkið að fara með áætlunarbifreiðum, sem gætu gengið árið um kring. Vitanlega er hægt að hækka þessi fargjöld svo mikið, að hallinn á skipinu yrði minni, en þá verður að leyfa þá hækkun af verðlagseftirliti. En að reka skip hér milli Akraness og Reykjavíkur með 5.2 millj. kr. greiðslustyrk eingöngu til fólksflutninga, því að vitanlega má flytja póstinn alveg jafnt með bílum, ég álít það ekki vera hagkvæmt. En það er ekki hægt allt í einu að breyta um. Það verður að undirbúa þetta mál, og ég álít, að fjmrn. ætti í samráði við íbúa Akraness — ef þeir vildu hverfa að einhverjum breytingum, — að undirbúa það og koma sér saman. Við höfum ekkert vald til að hlutast til um rekstur skipsins nema vera falið það sérstaklega. Ef fargjöldin væru hækkuð verulega og fólk færi að hafa hagnað af því að fara með bílunum, þá hygg ég, að það gerði það. Má vera, að það taki lítið eitt lengri tíma, og orðíð höfum við að venjast meiti tímaeyðslu, sem förum norðan úr landi hingað á bifreiðum. Og menn, sem ekki geta setíð í bíl, eru illa færir um löng ferðalög.

Það virðist vera mikið ferðazt milli Akraness og Reykjavíkur og ég held, að Akurnesingar yrðu ekkert fátækari, þó að þeir ferðuðust heldur minna til Reykjavíkur. Skoðun mín er sú, að það sé hagkvæmara, bæði fyrir einstaklinga og ríkið, að fólkið ferðist með bifreiðum á milli þessara staða heldur en hafa stór skip eingöngu í þeim tilgangi að flytja fólk á milli.

Í öðru lagi er það mótorskipið Baldur á Breiðafirði. Verkefni fyrir það virðast vera sáralítil. Skipið var stækkað allmikið og það varð allmikill kostnaður við það, og ástæður skipsins eru þannig nú, að skuldir eru um 22 millj. með hlutafé. Tekjur af fargjöldum eru ekki nema 3.2 millj. og ríkisstyrkurinn er 3.1 millj., þannig að það, sem þeir fá í tekjúr af rekstrinum, er álíka mikið eins og rekstrarstyrkur ríkisins. Verkefnin eru allt of lítil fyrir skipið, meiri hluti af þessu eru vöruflutningar. Ég hef átt tal um þetta við Guðjón Teitsson, hvort ekki væri gerlegt að útvega þessu skipi meiri flutninga. Hann álítur, að þess þurfi, en hefur samt ekki sett fram hugmyndir um það, á hvern hátt það væri hagkvæmast. Ég hef minnzt á það við hann, hvort ekki væri hægt að nota einn bát fyrir báða þessa flóa. Akraborgin skröltir þá ekki á hverjum degi hér á milli Akraness og Reykjavíkur fáum til hagnaðar. Ég hef ekki fengið neitt ákveðið svar við því. En ég álít, að það þyrfti að athuga rækilega, hvort ekki væri hægt að koma þessum hlutum betur fyrir. Þetta er ekki stór liður miðað við heildarútgjöld ríkisins. Það skal játað.

Um Djúpbátinn hef ég yfirleitt ekki mikið að segja. Ég held, að það sé erfitt að reka hann á hagkvæmari hátt heldur en gert er. Ég get vel búizt við því, að Norðurlandsbáturinn þyrfti að fá meiri styrk heldur en við létum hann hafa. Ég vil enn fremur geta þess með Baldur, að við fengum tilmæli um það frá samgmrn., að við veittum 1 millj. umfram fjárveitingu til hans á þessu ári, en við litum svo á, að það væri tæpast hægt og hækkuðum þess vegna styrkinn með tilliti til þess á næsta ári, töldum það eðlilegra. Ég skal játa, að þessi fjárframlög hækka meira en við vildum, en við sáum ekki, að hægt væri að komast hjá þessari fjárveitingu, nema breyta eitthvað fyrirkomulagi á rekstri bátanna. Og um minni fjárveitingar til snjóbifreiðanna, þá eru þær eigi svo háar, að það skipti miklu máli, og erfitt að neita þeim, eins og aðstæður eru í þessum héruðum.