11.10.1971
Sameinað þing: 0. fundur, 92. löggjafarþing.
Sjá dálk 12 í B-deild Alþingistíðinda. (6)

Þingsetning

Frsm. 3. kjördeildar (Ásgeir Bjarnason):

Herra forseti. 3. kjördeild hefur yfirfarið kjörbréf eftirtalinna þm.:

Auður Auðuns sem 6. þm. Reykv., kjörbréf útgefið af yfirkjörstjórn Reykjavíkur.

Gils Guðmundsson sem 4. þm. Reykn., kjörbréf útgefið af yfirkjörstjórn Reykjaneskjördæmis.

Garðar Sigurðsson kennari, Vestmannaeyjum, sem 5. þm. Sunnl., kjörbréf útgefið af yfirkjörstjórn Suðurlandskjördæmis.

Eðvarð Sigurðsson sem 8. þm. Reykv., kjörbréf útgefið af yfirkjörstjórn Reykjavíkur.

Björn Fr. Björnsson sýslumaður sem 4. þm. Sunnl., kjörbréf útgefið af yfirkjörstjórn Suðurlandskjördæmis.

Steinþór Gestsson á Hæli sem 6. þm. Sunnl., kjörbréf útgefið af yfirkjörstjórn Suðurlandskjördæmis. Ragnhildur Helgadóttir sem 12. þm. Reykv., kjörbréf útgefið af yfirkjörstjórn Reykjavíkur.

Vilhjálmur Hjálmarsson sem 5. þm. Austf., kjörbréf útgefið af yfirkjörstjórn Austurlandskjördæmis.

Pálmi Jónsson bóndi, Akri, sem 5. þm. Norðurl. v., kjörbréf útgefið af yfirkjörstjórn Norðurlandskjördæmis vestra.

Matthías Bjarnason, Ísafirði, sem 2. þm. Vestf., kjörbréf útgefið af yfirkjörstjórn Vestfjarðakjördæmis. Magnús Jónsson, Einimel 9, Reykjavík, sem 2. þm.

Norðurl. e., kjörbréf útgefið af yfirkjörstjórn Norðurlandskjördæmis eystra.

Jón Árm. Héðinsson, Kópavogsbraut 102, Kópavogi, sem 5. þm. Reykn., kjörbréf útgefið af yfirkjörstjórn Reykjaneskjördæmis.

Ingvar Gíslason, Álfabyggð 18, Akureyri, sem 3. þm. Norðurl. e., kjörbréf útgefið af yfirkjörstjórn Norðurlandskjördæmis eystra.

Gunnar Gíslason prestur, Glaumbæ, Seyluhreppi, Skagafirði, sem 2. þm. Norðurl. v., kjörbréf útgefið af yfirkjörstjórn Norðurlandskjördæmis vestra.

Þess vil ég geta, að Gunnar Gíslason kemur ekki nú til þings, en í hans stað Eyjólfur Konráð Jónsson ritstjóri, Reykjavík, sem 1. varaþm. Sjálfstfl. í Norðurlandskjördæmi vestra, og er kjörbréf hér frá yfirkjörstjórn Norðurlandskjördæmis vestra þar að lútandi.

Kjörbréf eftirtalinna þm. eru útgefin af landskjörstjórn:

Pétur Pétursson forstjóri sem 2. landsk. þm., en hann hlaut 2. uppbótarþingsæti Alþfl.

Ólafur G. Einarsson sveitarstjóri sem 11. landsk. þm., en hann hlaut 2. uppbótarþingsæti Sjálfstfl.

Karvel Pálmason kennari sem 7. landsk. þm., en hann hlaut 2. uppbótarþingsæti Samtaka frjálslyndra og vinstri manna.

Ellert B. Schram skrifstofustjóri, en hann hlaut 9. sæti sem landsk. þm. og jafnframt 1. uppbótarþingsæti Sjálfstfl.

Benedikt Gröndal sem 8. landsk. þm., en hann hlaut 4. uppbótarþingsæti Alþfl.

Kjördeildin leggur til, að kosning framangreindra þm. verði tekin gild og kjörbréfin samþykkt.