16.03.1972
Efri deild: 57. fundur, 92. löggjafarþing.
Sjá dálk 981 í B-deild Alþingistíðinda. (625)

127. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Þorv. Garðar Kristjánsson:

Herra forseti. Ég skal ekki lengja þessar umr. - Ég stend hér upp til þess að þakka hæstv. fjmrh. fyrir hans svör. Ég er ánægður með þau svör, sem hann gaf við þeim þrem spurningum, sem ég spurði. Ég skil hans svör þannig, að það sé ekki stefna ríkisstj. að auka samneyzluna í þjóðfélaginu á kostnað einkaneyzlunnar. Ég skil svörin þannig, að það sé ekki stefna ríkisstj. að auka heina skatta á kostnað óbeinna skatta. Og ég skil það, að það sé ekki stefna ríkisstj. að draga úr hendi sveitarfélaga verkefni. Ég er ánægður með þetta. Ég vona, að hæstv. fjmrh. auðnist að framfylgja þessari stefnu. En ég veit það, að bæði ég og aðrir munu vera á verði um það. hvort það muni takast eða ekki. — Læt ég þar með útrætt um þetta mál að sinni.